Erlent

Steve Bannon ákærður fyrir fjárdrátt

Atli Ísleifsson skrifar
Steve Bannon gegndi starfi stjórnmálaráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í upphafi forsetatíðar Trump.
Steve Bannon gegndi starfi stjórnmálaráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í upphafi forsetatíðar Trump. Getty

Steve Bannon, fyrrverandi stjórnmálaráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur ásamt fleirum verið ákærður fyrir fjárdrátt.

Sakskóknarar í New York ákæra Bannon og þrjá til viðbótar fyrir að hafa dregið sér hundruð þúsunda dala með netfjáröfluninni „Við reisum múrinn“ (e. „We Build the Wall“). Var það verið að safna fé fyrir þann múr sem Trump vildi og vill enn reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Tókst þeim að safna alls 25 milljónum dala.

Hinn 66 ára Bannon var skipaður stjórnmálaráðgjafi Trump í upphafi forsetatíðar hans í janúar 2017 en var rekinn í ágúst sama ár. 

Bannon aðstoðaði Trump í kosningabaráttu sinni 2016, en hafði þá lengi starfað fyrir áróðurssíðuna Breitbart News. 

Hann var um tíma einn af æðstu ráðgjöfum Trump í Hvíta húsinu. Eftir að hann var rekinn frá Hvíta húsinu sneri hann aftur til Breitbart News en hætti þar í janúar 2018.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×