Fótbolti

Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kórónuveiran hefur greinst í þremur leikmönnum Pianese.
Kórónuveiran hefur greinst í þremur leikmönnum Pianese.

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna.

Forbes greindi frá þessu seint í gærkvöldi.

Juventus gaf það út í gærkvöld að öllum æfingum félagsins yrði frestað og leikmenn U23 ára liðsins yrðu heima hjá sér þangað til 8. mars eftir að í ljós kom að þrír leikmenn Pianese hefðu greinst með veiruna. Líklegt er að leikmenn aðalliðs félagsins megi mæta aftur til æfinga eftir helgi.

Er þetta eitt af mörgum dæmum um áhrif veirunnar á Ítalíu en stórleik Juventus og Inter Milan sem átti að fara fram í kvöld var til að mynda frestað til 13. maí ásamt fjórum öðrum leikjum. 


Tengdar fréttir

EM 2020 í hættu

Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í íþróttaheiminum. Núna gæti Evrópumótið í fótbolta sem á að fara fram í sumar verið í hættu.

Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu

Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×