Fótbolti

Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leik Juventus og Inter Milan hefur verið frestað til 13. maí.
Leik Juventus og Inter Milan hefur verið frestað til 13. maí. Vísir/Getty

Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað.

BBC greindi frá þessu rétt í þessu.

Alls verður fimm leikjum í ítalska boltanum frestað, þar á meðal er stórleikurinn sem átti að vera í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport á sunnudagskvöld. Stöð 2 Sport ætlaði einnig að sýna leik AC Milan gegn Genoa sem og heimsókn Birkis Bjarnasonar og félaga í Brescia til Sassuolo en þeim leikjum hefur nú verið frestað. Þá hefur heimaleikjum Udinese og Parma jafnframt verið frestað.

Öllum leikjunum var frestað til 13. maí. Úrslitaleikur ítalska bikarsins átti að fara fram sama dag en hann hefur nú verið færður til 20. maí, aðeins fjórum dögum áður en síðasta umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar fer fram.

Heimaleikir Lazio, Napoli, Lecce og Cagliari munu þó fara fram samkvæmt áætlun. Þá á enn eftir að taka ákvörðun varðandi leik Sampdoria á mánudag.


Tengdar fréttir

Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu

Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×