Fótbolti

EM 2020 í hættu

Ísak Hallmundarson skrifar
Evrópumótið á að hefjast í Róm þann 12. júní.
Evrópumótið á að hefjast í Róm þann 12. júní. vísir/getty

EM 2020, sem á að vera haldið á leikvöngum víða um alla Evrópu, gæti verið frestað.

Á meðan UEFA er staðráðið í að halda keppnina, sem á að hefjast í Róm 12. júní næstkomandi, eru stjórnvöld víða í Evrópu áhyggjufull yfir ástandinu sem hefur skapast vegna Kórónuveirunar. Umræða hefur skapast um að fresta þurfi mótinu.

Óhefðbundið fyrirkomulag keppninnar í ár er sérstakt vandamál. Mótið á að vera haldið í 12 mismunandi löndum og búist er við að yfir 2,5 milljónir manns um allan heim ferðist til að horfa á leikina. Áhrifin sem það gæti haft á dreifingu veirunnar eru mikil og fjölmargir sérfræðingar í læknavísindum telja þetta vera versta mögulega fyrirkomulag á keppninni í núverandi ástandi.

,,Við erum að fara yfir stöðuna í hverju landi fyrir sig og fótboltinn þarf að fara eftir tilskipunum stjórnvalda í hverju landi. Við munum aðeins grípa til aðgerða ef ástandið versnar,‘‘ sagði Michele Uva, varaforseti UEFA.

Nú þegar er Kórónuveiran farinn að hafa mikil áhrif á ítalska boltann, en til að mynda var stórleik Inter og Juventus frestað í dag. 


Tengdar fréttir

Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu

Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×