Íslenski boltinn

Stjörnumaður í sóttkví

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorsteinn hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö tímabil.
Þorsteinn hefur leikið með Stjörnunni undanfarin tvö tímabil. vísir/bára

Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Stjörnunnar, er einn þeirra um 300 Íslendinga sem eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Frá þessu er greint á Fótbolta.net.

Þar segir að Þorsteinn hafi verið á vinnufundi með manninum sem greindist fyrstur með kórónuveiruna á Íslandi.

Þorsteinn þarf því að vera í sóttkví í tvær vikur og getur ekki æft með liðsfélögum sínum í Stjörnunni á meðan.

Í frétt Fótbolta.net segir að ekkert bendi til þess að Þorsteinn sé með kórónuveiruna.

Þegar þetta er skrifað hafa þrír greinst með kórónuveiruna á Íslandi og um 300 eru í sóttkví.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Val í Lengjubikarnum á miðvikudaginn. Á laugardaginn mætir Stjarnan svo gömlu félögum Þorsteins í Víkingi Ó.


Tengdar fréttir

Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið

Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag.

Hátt í 300 manns í sótt­kví á Ís­landi vegna kórónu­veirunnar

Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×