Innlent

Efling veitir undanþágu fyrir velferðarsvið

Andri Eysteinsson skrifar
Verkföllin verða stöðvuð til loka miðvikudags vegna kórónuveirunnar.
Verkföllin verða stöðvuð til loka miðvikudags vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm

Undanþágunefnd Eflingar hefðu að höfðu samráði við Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar fram til loka dags á miðvikudag. Ákvörðunin er tekin í ljósi kórónuveirunnar sem greinst hefur á Íslandi.

Áður hafði nefndin veitt undanþágu frá verkfallsaðgerðum vegna sorphirðu. Eins og áður segir gildir undanþágan út miðvikudag en ákvörðun um framlengingu verður tekin fyrir þann tíma.

Í tilkynningu Eflingar segir að félagið sé stolt af félagsmönnum Eflingar sem tilbúnir eru til að stíga fram til að tryggja öryggi, heilsu og grunnþarfir viðkvæmra hópa þegar á reynir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×