Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 07:57 Frá upplýsingafundi almannavarna. Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sitja fyrir miðju. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. Biðlað er til hlutaðeigandi aðila að afstýra verkföllunum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta hefur Morgunblaðið upp úr minnisblaði sem áðurnefnd embætti skrifuðu undir. Þjónusta fjölda opinberra stofnana, þar af margra innan heilbrigðiskerfisins, mun skerðast verulega með verkfallsaðgerðum BSRB sem boðað hefur verið til í næstu viku. Þá hefur verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni einnig haft veruleg áhrif á sambærilega þjónustu en þó hafa verið veittar undanþágur frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði Reykjavíkurborgar vegna kórónuveirunnar. Hættustig almannavarna er nú í gildi á landinu vegna veirunnar. 26 smit hafa greinst hér, sem öll má rekja til utanlandsferða. Í minnisblaðinu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Kjartan Þorkelsson settur ríkislögreglustjóri skrifa undir segir m.a. að þegar unnið sé eftir viðbragðsáætlun sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sé „hver einasti hlekkur í keðjunni mikilvægur“. Ríkir almannahagsmunir standi til þess að störf á heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum, hjá viðbragðsaðilum og öðrum stofnunum verði með sem eðlilegustum hætti. Því sé biðlað til hlutaðeigandi aðila að afstýra yfirstandandi og fyrirhuguðum verkföllum. Þegar hafa forstöðumenn í heilbrigðisgeiranum lýst yfir áhyggjum af verkfallsaðgerðunum. Forstjóri heilsugæslunnar og framkvæmdastjóri Landspítalans telja yfirvofandi verkföll BSRB hættuleg ofan í kórónuveirufaraldur. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. Biðlað er til hlutaðeigandi aðila að afstýra verkföllunum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta hefur Morgunblaðið upp úr minnisblaði sem áðurnefnd embætti skrifuðu undir. Þjónusta fjölda opinberra stofnana, þar af margra innan heilbrigðiskerfisins, mun skerðast verulega með verkfallsaðgerðum BSRB sem boðað hefur verið til í næstu viku. Þá hefur verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá borginni einnig haft veruleg áhrif á sambærilega þjónustu en þó hafa verið veittar undanþágur frá verkfallsaðgerðum á velferðarsviði Reykjavíkurborgar vegna kórónuveirunnar. Hættustig almannavarna er nú í gildi á landinu vegna veirunnar. 26 smit hafa greinst hér, sem öll má rekja til utanlandsferða. Í minnisblaðinu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Kjartan Þorkelsson settur ríkislögreglustjóri skrifa undir segir m.a. að þegar unnið sé eftir viðbragðsáætlun sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sé „hver einasti hlekkur í keðjunni mikilvægur“. Ríkir almannahagsmunir standi til þess að störf á heilbrigðisstofnunum, hjúkrunarheimilum, hjá viðbragðsaðilum og öðrum stofnunum verði með sem eðlilegustum hætti. Því sé biðlað til hlutaðeigandi aðila að afstýra yfirstandandi og fyrirhuguðum verkföllum. Þegar hafa forstöðumenn í heilbrigðisgeiranum lýst yfir áhyggjum af verkfallsaðgerðunum. Forstjóri heilsugæslunnar og framkvæmdastjóri Landspítalans telja yfirvofandi verkföll BSRB hættuleg ofan í kórónuveirufaraldur.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15
Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24
Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45