Öllum verða tryggð laun í sóttkví Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2020 19:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að aðilar vinnumarkaðsins og stjónvöld muni tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví haldi launum sínum. stöð 2 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins seinnipartinn í gær vegna þess að þessir aðilar höfðu gefið misvísandi skilaboð um rétt fólks í sóttkví til launa. „Á fundi okkar í gær kom fram eindreginn vilji allra aðila við borðið, bæði atvinnurekenda, launafólks og stjórnvalda til að tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví að ráðleggingum sóttvarnalæknis verði tryggð laun. Það eru allir sammála um það markmið að það er mikilvægur liður í því að hægja á útbreiðslu kórónu veirunnar hér á landi,“ segir Katrín.Sjá einnig: Segir kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví Dagurinn í dag hafi farið í að aðilar hafi setið saman við að finna lausnir. Henni skiljist í lok dags að það hylli undir lausn sem tryggi öllum laun í sóttkví. Það verði gert með blandaðri leið þar sem allir leggi sitt að mörkum. Stjórnvöld höfðu áður lýst yfir að allir opinberir starfsmenn sem þyrftu að fara í sóttkví fengju greidd laun. En samkvæmt samkomulaginu í dag gæti ríkisvaldið við vissar aðstæður einnig komið að því að tryggja launagreiðslur á almenna vinnumarkaðnum. „Það er hugsunin í þessu því það liggur fyrir að auðvitað eru aðstæður mjög mismunandi. Margir þeirra sem eru í sóttkví halda áfram að sinna sínum störfum eins og fram hefur komið. Eru fullfrískir og geta sinnt sínum störfum heiman frá sér. En svo geta aðstæður verið mismunandi. Þannig að við höfum nýtt daginn í að skoða fordæmi annars staðar á Norðurlöndum um hvernig þau eru að gera þetta. Þannig að þetta verður einhvers konar sameiginleg lausn þar sem við leggjum öll okkar að mörkum,“ segir forsætisráðherra.Þannig að það eru allir þessir aðilar, atvinnurekendur, verkalýðshreyfing og ríkisvald sammála um að það verði fundin lausn þannig að enginn verði launalaus í sóttkví? „Um það erum við algerlega sammála,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. Forsætisráðherra fundaði með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins seinnipartinn í gær vegna þess að þessir aðilar höfðu gefið misvísandi skilaboð um rétt fólks í sóttkví til launa. „Á fundi okkar í gær kom fram eindreginn vilji allra aðila við borðið, bæði atvinnurekenda, launafólks og stjórnvalda til að tryggja að allir sem þurfa að fara í sóttkví að ráðleggingum sóttvarnalæknis verði tryggð laun. Það eru allir sammála um það markmið að það er mikilvægur liður í því að hægja á útbreiðslu kórónu veirunnar hér á landi,“ segir Katrín.Sjá einnig: Segir kolröng skilaboð að skerða laun fólks í sóttkví Dagurinn í dag hafi farið í að aðilar hafi setið saman við að finna lausnir. Henni skiljist í lok dags að það hylli undir lausn sem tryggi öllum laun í sóttkví. Það verði gert með blandaðri leið þar sem allir leggi sitt að mörkum. Stjórnvöld höfðu áður lýst yfir að allir opinberir starfsmenn sem þyrftu að fara í sóttkví fengju greidd laun. En samkvæmt samkomulaginu í dag gæti ríkisvaldið við vissar aðstæður einnig komið að því að tryggja launagreiðslur á almenna vinnumarkaðnum. „Það er hugsunin í þessu því það liggur fyrir að auðvitað eru aðstæður mjög mismunandi. Margir þeirra sem eru í sóttkví halda áfram að sinna sínum störfum eins og fram hefur komið. Eru fullfrískir og geta sinnt sínum störfum heiman frá sér. En svo geta aðstæður verið mismunandi. Þannig að við höfum nýtt daginn í að skoða fordæmi annars staðar á Norðurlöndum um hvernig þau eru að gera þetta. Þannig að þetta verður einhvers konar sameiginleg lausn þar sem við leggjum öll okkar að mörkum,“ segir forsætisráðherra.Þannig að það eru allir þessir aðilar, atvinnurekendur, verkalýðshreyfing og ríkisvald sammála um að það verði fundin lausn þannig að enginn verði launalaus í sóttkví? „Um það erum við algerlega sammála,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 21:05
Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08