Enski boltinn

Áfall fyrir Liverpool: Alisson missir af seinni leiknum á móti Atletico Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisson missir af gríðarlega mikilvægum leik hjá Liverpool í næstu viku.
Alisson missir af gríðarlega mikilvægum leik hjá Liverpool í næstu viku. Getty/Richard Heathcote

Brasilíski markvörðurinn Alisson verður ekki Liverpool á móti Bournemouth á morgun og missir líka af seinni leiknum á móti Atletico Madrid í Meistaradeildinni í næstu viku.

Alisson er að glíma við meiðsli á mjöðm og er tæpur að ná leiknum á móti Everton sem fer fram 16. mars næstkomandi.



„Hann er ekki klár á morgun og heldur ekki í næstu viku,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi í dag.

Liverpool tapaði fyrri leiknum á móti Atletico Madrid 1-0 í Madrid og má alls ekki fá á sig mark í leiknum á Anfield.

„Við verðum að meta stöðuna á honum. Ég myndi segja að það í dag að það sé bara pottþétt að hann komi aftur eftir landsleikjahléið. Við þurfum að bíða og sjá með það hvort hann geti komið fyrr til baka,“ sagði Klopp.

Alisson meiddist á æfingu fyrir bikarleikinn á móti Chelsea og missti af þeim leik sem Liverpool tapaði 2-0.

Þetta eru önnur stóru meiðslin hans á tímabilinu því hann meiddist á kálfa í leik á móti Norwich í fyrstu umferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×