Leicester aftur á sigur­braut eftir skógar­hlaup Reina og endur­komu Var­dy

Hörmulegt úthlaup Reina kostaði mark í dag.
Hörmulegt úthlaup Reina kostaði mark í dag. vísir/getty
Leicester er komið á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik er liðið vann 4-0 sigur á nýliðum Aston Villa sem er í miklum vandræðum í fallbaráttunni.

Leicester var án sigurs í síðustu fjórum leikjum en þeir komust yfir á 40. mínútu. Marc Albrighton gaf sendingu inn fyrir vörn Villa, Pepe Reina ætlaði að koma út úr markinu og reyna stela boltanum.

Harvey Barnes var hins vegar á undan Reina í boltann og tók hann framhjá spænska markverðinum. Varnarmenn Villa sem komust á línuna náðu ekki að komast fyrir skot Barnes og Leicester var 1-0 yfir í hálfleik.







Það hefur verið markaþurrð hjá Jamie Vardy að undanförnu en hann kom inn á sem varamaður á 59. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði hann úr vítaspyrnu eftir að dæmd var hendi á Tyron Mings en dómurinn orkaði tvímælis.







Vardy var ekki hættur því hann skoraði annað mark á 79. mínútu er hann skaut boltanum á nærstöngina og fimm mínútum fyrir leikslok bætti Harvey Barnes við fjórða markinu. Lokatölur 4-0.

Leicester er í 3. sætinu með 53 stig, fjórum stigum á eftir City sem er í öðru sætinu en City á þó leik til góða gegn Arsenal á fimmtudag.

Nýliðar Aston Villa eru í 19. sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti en illa hefur gengið hjá Villa að undanförnu.







Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira