Búinn að taka fimmtán fleiri skot en næsti maður á lista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 16:00 Óttar Magnús Karlsson hefur þegar skorað 9 mörk í Pepsi Max deild karla í sumar en hann hefur líka reynt 47 skot í leikjunum tíu. Vísir/Bára Óttar Magnús Karlsson hefur verið óhræddur við að skjóta á markið í fyrstu tíu leikjum Víkinga í Pepsi Max deild karla í sumar. Óttar Magnús hefur reynt 47 skot í leikjum tíu og er með 4,39 skot á hverjar 90 mínútur spilaðar. Óttar Magnús er í raun með yfirburðastöðu á lista tölfræðiþjónustunnar Wyscout yfir þá sem hafa tekið flest skot í deildinni til þessa. Hann er með fimmtán skot í forskot á næsta mann sem er FH-ingurinn Steven Lennon með 32 skot. KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson er síðan þriðji með 30 skot og liðsfélagi hans Atli Sigurjónsson er fjórði með 29 skot. Óttar Magnús Karlsson er markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar karla ásamt Blikanum Thomas Mikkelsen en báðir hafa þeir skorað 9 mörk. Thomas Mikkelsen er á undan á listanum þar sem hann hefur spilað einum leik færra. Thomas Mikkelsen hefur líka fengið betri færi en Óttar því markalíkur Danans í sumar eru 8,89 á móti 5,76 hjá Óttari. Hér erum við að tala um tölfræði yfir markalíkur (XG - Expected goals) frá Wyscout. Það hafa verið 0,12 líkur á marki í hverju skoti Óttars Magnúsar sem er lægra en hjá Steven Lennon (0,17) en hærra en hjá bæði Óskari Erni (0,08) og Atla (0,07). Það hafa aftur á móti 0,34 líkur á marki í hverju af 26 skotum Thomas Mikkelsen í leikjum Blika í sumar sem er næstum því þrefalt meira en hjá Óttari. Flest skot í Pepsi Max deild karla til þessa í sumar: 1. Óttar Magnús Karlsson, Víkingi 47 2. Steven Lennon, FH 32 3. Óskar Örn Hauksson, KR 30 4. Atli Sigurjónsson, KR 29 5. Patrick Pedersen, Val 27 6. Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 26 6. Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 26 8. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 25 8. Brynjólfur Andersen Willumsson, Breiðabliki 25 10. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 23 Leikur Fjölnismanna og Víkinga í 13. umferð Pepsi Max deildar karla hefst klukkan 18.00 í kvöld á Extra vellinum í Grafarvogi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leiknum en hann varður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 17.50. Þrettánda umferðin heldur svo áfram á föstudaginn og laugardaginn en allir leikirnir verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar tvö. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Óttar Magnús Karlsson hefur verið óhræddur við að skjóta á markið í fyrstu tíu leikjum Víkinga í Pepsi Max deild karla í sumar. Óttar Magnús hefur reynt 47 skot í leikjum tíu og er með 4,39 skot á hverjar 90 mínútur spilaðar. Óttar Magnús er í raun með yfirburðastöðu á lista tölfræðiþjónustunnar Wyscout yfir þá sem hafa tekið flest skot í deildinni til þessa. Hann er með fimmtán skot í forskot á næsta mann sem er FH-ingurinn Steven Lennon með 32 skot. KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson er síðan þriðji með 30 skot og liðsfélagi hans Atli Sigurjónsson er fjórði með 29 skot. Óttar Magnús Karlsson er markahæsti leikmaður Pepsi Max deildar karla ásamt Blikanum Thomas Mikkelsen en báðir hafa þeir skorað 9 mörk. Thomas Mikkelsen er á undan á listanum þar sem hann hefur spilað einum leik færra. Thomas Mikkelsen hefur líka fengið betri færi en Óttar því markalíkur Danans í sumar eru 8,89 á móti 5,76 hjá Óttari. Hér erum við að tala um tölfræði yfir markalíkur (XG - Expected goals) frá Wyscout. Það hafa verið 0,12 líkur á marki í hverju skoti Óttars Magnúsar sem er lægra en hjá Steven Lennon (0,17) en hærra en hjá bæði Óskari Erni (0,08) og Atla (0,07). Það hafa aftur á móti 0,34 líkur á marki í hverju af 26 skotum Thomas Mikkelsen í leikjum Blika í sumar sem er næstum því þrefalt meira en hjá Óttari. Flest skot í Pepsi Max deild karla til þessa í sumar: 1. Óttar Magnús Karlsson, Víkingi 47 2. Steven Lennon, FH 32 3. Óskar Örn Hauksson, KR 30 4. Atli Sigurjónsson, KR 29 5. Patrick Pedersen, Val 27 6. Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 26 6. Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 26 8. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 25 8. Brynjólfur Andersen Willumsson, Breiðabliki 25 10. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 23 Leikur Fjölnismanna og Víkinga í 13. umferð Pepsi Max deildar karla hefst klukkan 18.00 í kvöld á Extra vellinum í Grafarvogi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leiknum en hann varður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 17.50. Þrettánda umferðin heldur svo áfram á föstudaginn og laugardaginn en allir leikirnir verða í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar tvö.
Flest skot í Pepsi Max deild karla til þessa í sumar: 1. Óttar Magnús Karlsson, Víkingi 47 2. Steven Lennon, FH 32 3. Óskar Örn Hauksson, KR 30 4. Atli Sigurjónsson, KR 29 5. Patrick Pedersen, Val 27 6. Thomas Mikkelsen, Breiðabliki 26 6. Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 26 8. Hilmar Árni Halldórsson, Stjörnunni 25 8. Brynjólfur Andersen Willumsson, Breiðabliki 25 10. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 23
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann