Indland ætlar að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2020 09:13 Narendra Modi forsætisráðhera Indlands kynnir nýjar aðgerðir til að stemma stigu við útbreiðslu og afleiðingum kórónuveirunnar. EPA-EFE/PRESS INFORMATION BUREAU Indland er tilbúið til að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni um leið og vísindamenn gefa grænt ljós. Þetta sagði Narendra Modi forsætisráðherra Indlands í ræðu sinni í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins í dag. Þá stendur einnig til að gefa öllum íbúum landsins auðkenni fyrir heilbrigðisþjónustu. Modi sagði í ræðu sinni að heilbrigðis- og efnahagsmál væru í forgangi hjá ríkisstjórn hans og mikilvægt væri að þessir tveir þættir væru sjálfbærir. Þrjú bóluefni væru nú í prófun á Indlandi og verið væri að vinna áætlun til að tryggja að hver og einn einasti íbúi landsins fengi bóluefnið þegar það væri tilbúið. Áætlunin um auðkenni einstaklinga sem notað verður fyrir heilbrigðisþjónustu er ný af nálinni á Indlandi en auðkenninu er ætlað að auðvelda framkvæmd heilbrigðisþjónustu og tryggja að upplýsingar um heilsufarssögu hvers einstaklings verði geymdar. Auðkennið mun auðvelda fólki að panta tíma hjá læknum, finna upplýsingar um heilsufarssögu, hvaða lyf einstaklingar hafi notað og svo framvegis. Öll vandræði sem hafa áður verið til staðar munu að sögn Modi verða upprætt með aðgerðunum. Þá mun Indland fara í stórfelldar aðgerðir til að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og sagði Modi mikilvægt að Indland verði að mikilvægum leikmanni á alþjóðavettvangi. Auka þurfi úflutning, minnka innflutning og svo framvegis. Þá verður 110 billjón rúpíum varið í um sjö þúsund verkefni, sem verða meðal annars að skapa fleiri störf og hjálpa smáum fyrirtækjum. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. 12. ágúst 2020 22:30 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Indland er tilbúið til að fjöldaframleiða bóluefni gegn kórónuveirunni um leið og vísindamenn gefa grænt ljós. Þetta sagði Narendra Modi forsætisráðherra Indlands í ræðu sinni í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins í dag. Þá stendur einnig til að gefa öllum íbúum landsins auðkenni fyrir heilbrigðisþjónustu. Modi sagði í ræðu sinni að heilbrigðis- og efnahagsmál væru í forgangi hjá ríkisstjórn hans og mikilvægt væri að þessir tveir þættir væru sjálfbærir. Þrjú bóluefni væru nú í prófun á Indlandi og verið væri að vinna áætlun til að tryggja að hver og einn einasti íbúi landsins fengi bóluefnið þegar það væri tilbúið. Áætlunin um auðkenni einstaklinga sem notað verður fyrir heilbrigðisþjónustu er ný af nálinni á Indlandi en auðkenninu er ætlað að auðvelda framkvæmd heilbrigðisþjónustu og tryggja að upplýsingar um heilsufarssögu hvers einstaklings verði geymdar. Auðkennið mun auðvelda fólki að panta tíma hjá læknum, finna upplýsingar um heilsufarssögu, hvaða lyf einstaklingar hafi notað og svo framvegis. Öll vandræði sem hafa áður verið til staðar munu að sögn Modi verða upprætt með aðgerðunum. Þá mun Indland fara í stórfelldar aðgerðir til að koma efnahagi landsins á réttan kjöl og sagði Modi mikilvægt að Indland verði að mikilvægum leikmanni á alþjóðavettvangi. Auka þurfi úflutning, minnka innflutning og svo framvegis. Þá verður 110 billjón rúpíum varið í um sjö þúsund verkefni, sem verða meðal annars að skapa fleiri störf og hjálpa smáum fyrirtækjum.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50 Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. 12. ágúst 2020 22:30 Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Meirihluti lækna myndi ekki vilja bóluefni Rússa Meirihluti rússneskra lækna myndi ekki vilja láta sprauta sig með nýju kórónuveirubóluefni sem rússnesk stjórnvöld segja að sé tilbúið vegna skorts á upplýsingum um bóluefnið og þess hve hratt bóluefnið var þróað og samþykkt. 14. ágúst 2020 14:50
Vilja fara framhjá ónæmiskerfinu með nýjum lyfjum Þegar enn eru margir mánuðir í að bóluefni líti dagsins ljós, víðast hvar í heiminum, eru lyfjafyrirtæki að snúa sér að öðrum vörnum gegn Covid-19. 12. ágúst 2020 22:30
Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi. 11. ágúst 2020 15:56