Erlent

Vilja tryggja allri þjóðinni að­gang að bólu­efni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bóluefnið er unnið af vísindamönnum við Oxford-háskóla og breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca.
Bóluefnið er unnið af vísindamönnum við Oxford-háskóla og breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty

Áströlsk stjórnvöld segjast hafa tryggt sér aðgang að lofandi bóluefni sem kann að verða notað í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Stjórnvöld í landinu segja að unnt verði að bólusetja alla íbúa Ástralíu endurgjaldslaust. Um 25 milljónir manna búa í Ástralíu.

Bóluefnið sem um ræðir er unnið og þróað af breska lyfjafyrirtækinu AstraZeneca og vísindamönnum við Oxford-háskóla.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Scott Morrison, forsætisráðherra Ástrala, að samningur stjórnvalda við AstraZeneca muni tryggja öllum Áströlum forgang að bóluefninu. Yfir 400 manns hafa látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, í Ástralíu.

Bóluefnið sem AstraZeneca og Oxford-háskóli vinna nú að er eitt þeirra fimm bóluefna sem talin eru líkleg til þess að ná inn á framhaldsstig klínískra rannsókna á virkni þess.

„Ef bóluefnið reynist árangursríkt munum við framleiða það sjálf og útvega það 25 milljónum Ástrala, þeim að kostnaðarlausu,“ hefur BBC eftir Morrison forsætisráðherra. Samningur Ástralíu við lyfjafyrirtækið er fyrsti samningurinn sem ríkið gerir um mögulegan aðgang að bóluefni við kórónuveirunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×