Erlent

SÞ óttast blóðbað en Rússar segja allt í lagi

Samúel Karl Ólason skrifar
Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi.
Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi. Vísir/AP

Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNOCHA, óttast blóðbað í Idlib-héraði í Sýrlandi. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sækir þar fram gegn uppreisnar- og vígamönnum með stuðningi Rússa. Nærri því milljón manna, og þar af mest konur og börn, hafa lagt á flótta undan sókninni og kalla Sameinuðu þjóðirnar eftir vopnahléi.

Yfirvöld Rússlands segja þó ósatt að þúsundir almennra borgara séu á flótta undan sókninni. Það er ekki rétt hjá Rússum.

Fólkið hefur flúið í átt til Tyrklands en þar eru fyrir um 3,7 milljónir flóttamanna frá Tyrklandi. Yfirvöld þar segjast ekki geta tekið við fleiri flóttamönnum og hafa hótað því að gera innrás á svæðið til að stöðva sókn stjórnarhersins.

Það felur í sér að fólkið yrði statt á milli tveggja herja.

Reuters segir að fram hafi komið á blaðamannafundi í dag að fjölskyldur sofa úti við og þau brenni rusl til að halda á sér hita. Þá er vitað til þess að einhver börn hafi orðið úti. Þá færist átökin sífellt nær fólkinu. Loftárásir eru reglulegar í Idlib og hafa þær valdið miklu mannfalli meðal almennra borgara.

Sameinuðu þjóðirnar hafa sent mikið magn hjálparbirgða til Idlib en erfiðlega gengur að koma þeim til flóttafólks vegna átakanna, veðurs og umferðar.

Hér má sjá stutt viðtal við Mark Cutts frá UNOCHA um stöðuna í Idlib

Þar að neðan má svo sjá samanburðarmynd frá landamærum Sýrlands og Tyrklands sem sýnir hve mikið flóttamannabúðir þar hafa stækkað á einu ári. Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020.

 

Efri myndin er tekin 5. febrúar 2019 og sú neðri 16. febrúar 2020.AP/Maxar TechnologiesFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.