Guardiola um Sterling: Bönnum ekki leikmönnum að tjá sig Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2020 18:07 Raheem Sterling og félagar eiga fyrir höndum erfiðan leik við Leicester á morgun. vísir/getty Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé sér að meinalausu þó að leikmenn City tjái sig um möguleikann á að fara til annarra félaga, eins og Raheem Sterling gerði í viðtali við spænska blaðið AS. AS spurði Sterling út í það hvort hann gæti verið á leið til Real Madrid í nánustu framtíð, í ljósi þess að City hefur verið sett í bann frá Evrópukeppnum næstu tvær leiktíðir. Sterling, sem á forsíðu blaðsins er hafður með treyjur City og Real Madrid á öxlunum, sagðist „afar ánægður hjá City“ en bætti einnig við: „Ég er alltaf opinn fyrir áskorunum“. Á blaðamannafundi í dag sagði Guardiola að leimönnum væri „frjálst að segja það sem þeir vildu. Við erum ekki hérna til að segja þeim hvað þeir eiga að segja. Það er eðlilegt að í fjölmiðlum í Madrid sé rætt um Madrid. Ég efast ekki um hollustu leikmanna okkar, sem þeir hafa sýnt í mörg ár.“ Af orðum Guardiola í framhaldinu að dæma er hann vongóður um að áfrýjun City vegna bannsins skili árangri. „Ég segi það enn og aftur, þetta er ekki búið. Þetta er ekki búið, við áfrýjum og sjáum hvað gerist.“ Raheem Sterling prýddi forsíðu AS.vísir/skjáskot Sterling er orðinn lykilmaður hjá City en hann kom til félagsins frá Liverpool fyrir 49 milljónir punda sumarið 2016. Þegar AS spurði hann hvort hann myndi einn daginn spila fyrir Real Madrid sagði hann: „Hvernig svara ég þessu? Er myndavélin að taka þetta upp eða er bara verið að taka ljósmyndir? Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni. Ég er leikmaður og er alltaf opinn fyrir áskorunum en núna er áskorun mín hjá City og þar er ég mjög ánægður. Ég er með samning við City núna og ég verð að virða hann. Real Madrid er stórkostlegt félag. Þegar maður sér hvítu treyjuna þá veit maður nákvæmlega hvað þetta félag stendur fyrir. Það er rosalegt,“ sagði Sterling. Manchester City mætir Leicester í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðdegis á morgun. City er með fjögurra stiga forskot á Leicester fyrir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé sér að meinalausu þó að leikmenn City tjái sig um möguleikann á að fara til annarra félaga, eins og Raheem Sterling gerði í viðtali við spænska blaðið AS. AS spurði Sterling út í það hvort hann gæti verið á leið til Real Madrid í nánustu framtíð, í ljósi þess að City hefur verið sett í bann frá Evrópukeppnum næstu tvær leiktíðir. Sterling, sem á forsíðu blaðsins er hafður með treyjur City og Real Madrid á öxlunum, sagðist „afar ánægður hjá City“ en bætti einnig við: „Ég er alltaf opinn fyrir áskorunum“. Á blaðamannafundi í dag sagði Guardiola að leimönnum væri „frjálst að segja það sem þeir vildu. Við erum ekki hérna til að segja þeim hvað þeir eiga að segja. Það er eðlilegt að í fjölmiðlum í Madrid sé rætt um Madrid. Ég efast ekki um hollustu leikmanna okkar, sem þeir hafa sýnt í mörg ár.“ Af orðum Guardiola í framhaldinu að dæma er hann vongóður um að áfrýjun City vegna bannsins skili árangri. „Ég segi það enn og aftur, þetta er ekki búið. Þetta er ekki búið, við áfrýjum og sjáum hvað gerist.“ Raheem Sterling prýddi forsíðu AS.vísir/skjáskot Sterling er orðinn lykilmaður hjá City en hann kom til félagsins frá Liverpool fyrir 49 milljónir punda sumarið 2016. Þegar AS spurði hann hvort hann myndi einn daginn spila fyrir Real Madrid sagði hann: „Hvernig svara ég þessu? Er myndavélin að taka þetta upp eða er bara verið að taka ljósmyndir? Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni. Ég er leikmaður og er alltaf opinn fyrir áskorunum en núna er áskorun mín hjá City og þar er ég mjög ánægður. Ég er með samning við City núna og ég verð að virða hann. Real Madrid er stórkostlegt félag. Þegar maður sér hvítu treyjuna þá veit maður nákvæmlega hvað þetta félag stendur fyrir. Það er rosalegt,“ sagði Sterling. Manchester City mætir Leicester í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðdegis á morgun. City er með fjögurra stiga forskot á Leicester fyrir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira