Guardiola um Sterling: Bönnum ekki leikmönnum að tjá sig Sindri Sverrisson skrifar 21. febrúar 2020 18:07 Raheem Sterling og félagar eiga fyrir höndum erfiðan leik við Leicester á morgun. vísir/getty Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé sér að meinalausu þó að leikmenn City tjái sig um möguleikann á að fara til annarra félaga, eins og Raheem Sterling gerði í viðtali við spænska blaðið AS. AS spurði Sterling út í það hvort hann gæti verið á leið til Real Madrid í nánustu framtíð, í ljósi þess að City hefur verið sett í bann frá Evrópukeppnum næstu tvær leiktíðir. Sterling, sem á forsíðu blaðsins er hafður með treyjur City og Real Madrid á öxlunum, sagðist „afar ánægður hjá City“ en bætti einnig við: „Ég er alltaf opinn fyrir áskorunum“. Á blaðamannafundi í dag sagði Guardiola að leimönnum væri „frjálst að segja það sem þeir vildu. Við erum ekki hérna til að segja þeim hvað þeir eiga að segja. Það er eðlilegt að í fjölmiðlum í Madrid sé rætt um Madrid. Ég efast ekki um hollustu leikmanna okkar, sem þeir hafa sýnt í mörg ár.“ Af orðum Guardiola í framhaldinu að dæma er hann vongóður um að áfrýjun City vegna bannsins skili árangri. „Ég segi það enn og aftur, þetta er ekki búið. Þetta er ekki búið, við áfrýjum og sjáum hvað gerist.“ Raheem Sterling prýddi forsíðu AS.vísir/skjáskot Sterling er orðinn lykilmaður hjá City en hann kom til félagsins frá Liverpool fyrir 49 milljónir punda sumarið 2016. Þegar AS spurði hann hvort hann myndi einn daginn spila fyrir Real Madrid sagði hann: „Hvernig svara ég þessu? Er myndavélin að taka þetta upp eða er bara verið að taka ljósmyndir? Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni. Ég er leikmaður og er alltaf opinn fyrir áskorunum en núna er áskorun mín hjá City og þar er ég mjög ánægður. Ég er með samning við City núna og ég verð að virða hann. Real Madrid er stórkostlegt félag. Þegar maður sér hvítu treyjuna þá veit maður nákvæmlega hvað þetta félag stendur fyrir. Það er rosalegt,“ sagði Sterling. Manchester City mætir Leicester í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðdegis á morgun. City er með fjögurra stiga forskot á Leicester fyrir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það sé sér að meinalausu þó að leikmenn City tjái sig um möguleikann á að fara til annarra félaga, eins og Raheem Sterling gerði í viðtali við spænska blaðið AS. AS spurði Sterling út í það hvort hann gæti verið á leið til Real Madrid í nánustu framtíð, í ljósi þess að City hefur verið sett í bann frá Evrópukeppnum næstu tvær leiktíðir. Sterling, sem á forsíðu blaðsins er hafður með treyjur City og Real Madrid á öxlunum, sagðist „afar ánægður hjá City“ en bætti einnig við: „Ég er alltaf opinn fyrir áskorunum“. Á blaðamannafundi í dag sagði Guardiola að leimönnum væri „frjálst að segja það sem þeir vildu. Við erum ekki hérna til að segja þeim hvað þeir eiga að segja. Það er eðlilegt að í fjölmiðlum í Madrid sé rætt um Madrid. Ég efast ekki um hollustu leikmanna okkar, sem þeir hafa sýnt í mörg ár.“ Af orðum Guardiola í framhaldinu að dæma er hann vongóður um að áfrýjun City vegna bannsins skili árangri. „Ég segi það enn og aftur, þetta er ekki búið. Þetta er ekki búið, við áfrýjum og sjáum hvað gerist.“ Raheem Sterling prýddi forsíðu AS.vísir/skjáskot Sterling er orðinn lykilmaður hjá City en hann kom til félagsins frá Liverpool fyrir 49 milljónir punda sumarið 2016. Þegar AS spurði hann hvort hann myndi einn daginn spila fyrir Real Madrid sagði hann: „Hvernig svara ég þessu? Er myndavélin að taka þetta upp eða er bara verið að taka ljósmyndir? Það veit enginn hvað gerist í framtíðinni. Ég er leikmaður og er alltaf opinn fyrir áskorunum en núna er áskorun mín hjá City og þar er ég mjög ánægður. Ég er með samning við City núna og ég verð að virða hann. Real Madrid er stórkostlegt félag. Þegar maður sér hvítu treyjuna þá veit maður nákvæmlega hvað þetta félag stendur fyrir. Það er rosalegt,“ sagði Sterling. Manchester City mætir Leicester í slag liðanna í 2. og 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar síðdegis á morgun. City er með fjögurra stiga forskot á Leicester fyrir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Sjá meira