Íslenski boltinn

Fjölnir vann Val á Hlíðarenda og Eyjamenn gerðu góða ferð í Garðabæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Karl skoraði fyrir Fjölni í sigrinum á Val.
Guðmundur Karl skoraði fyrir Fjölni í sigrinum á Val. vísir/bára

Fjölnir sigraði Val, 2-3, á Hlíðarenda í riðli 4 í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta.Fjölnismenn komust í 0-2 eftir 33 mínútur með mörkum Hallvarðar Óskars Sigurðssonar og Guðmundar Karls Guðmundssonar.Birkir Már Sævarsson minnkaði muninn á 68. mínútu en Hallvarðar skoraði annað mark sitt og þriðja mark Fjölnis á 77. mínútu. Tveimur mínútum síðar minnkaði Patrick Pedersen muninn í 2-3 en nær komust Valsmenn ekki.Eyjamenn eru með fullt hús á toppi riðils 4 eftir 1-2 sigur á Stjörnunni í Garðabænum.HK komst upp í 2. sæti riðils 3 með 2-0 sigri á Þrótti R. í Kórnum.Leifur Andri Leifsson og Ásgeir Marteinsson skoruðu mörk HK-inga.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.