Íslenski boltinn

Fjölnir vann Val á Hlíðarenda og Eyjamenn gerðu góða ferð í Garðabæinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Karl skoraði fyrir Fjölni í sigrinum á Val.
Guðmundur Karl skoraði fyrir Fjölni í sigrinum á Val. vísir/bára

Fjölnir sigraði Val, 2-3, á Hlíðarenda í riðli 4 í A-deild Lengjubikars karla í fótbolta.

Fjölnismenn komust í 0-2 eftir 33 mínútur með mörkum Hallvarðar Óskars Sigurðssonar og Guðmundar Karls Guðmundssonar.

Birkir Már Sævarsson minnkaði muninn á 68. mínútu en Hallvarðar skoraði annað mark sitt og þriðja mark Fjölnis á 77. mínútu. Tveimur mínútum síðar minnkaði Patrick Pedersen muninn í 2-3 en nær komust Valsmenn ekki.

Eyjamenn eru með fullt hús á toppi riðils 4 eftir 1-2 sigur á Stjörnunni í Garðabænum.

HK komst upp í 2. sæti riðils 3 með 2-0 sigri á Þrótti R. í Kórnum.

Leifur Andri Leifsson og Ásgeir Marteinsson skoruðu mörk HK-inga.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.