Myndband sýnir erfitt ástand á Kanaríeyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 21:40 Skyggni er afleitt á Kanaríeyjum vegna stormsins. Vísir/AP Flugsamgöngur liggja nú að stórum hluta niðri á Kanaríeyjum vegna sandstorms sem þar gengur yfir. Skyggni er afleitt á eyjunum og afar hvassir vindar geisa, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi sem birt var á vef BBC í dag. Stormurinn ber með sér sand úr Sahara-eyðimörkinni og hefur spænska veðurstofan varað við því að óveðrið gæti geisað þangað til á morgun, mánudag. Í frétt BBC segir að vindar mælist allt að 35 m/s. Þá hafa, auk flugsamgangna, samgöngur á láði og legi legið niðri á eyjunum. Einnig þurfti slökkvilið að gera hlé á störfum sínum við að ráða niðurlögum gróðurelda við bæinn Tasarte vegna stormsins. Fjöldi Íslendinga kemst hvorki lönd né strönd á Kanaríeyjum vegna sandstormsins. Líkt og hundruðum annarra ferða var flugi Norwegian frá Tenerife til Keflavíkur í dag aflýst vegna ástandsins. Hluti strandaglópanna hefur fengið sæti um borð í annarri flugvél í fyrramálið. Aðrir farþegar hafa hvorki fengið nýtt flug né verið upplýstir um hvenær þeir komast heim. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er á meðal Íslendinga sem staddur er á Kanaríeyjum. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að fáir væru á ferli á Gran Canaria, enda væri lítið spennandi að vera úti þegar veðrið er svona. Enn væri hvasst, ryk og sandur í andrúmsloftinu og því best að halda sig innandyra. Fréttir af flugi Spánn Veður Tengdar fréttir Hefði frekar búist við því að það yrði ófært í Keflavík en á Tenerife Flugi Ólafs í dag var aflýst vegna sandstorms á eyjunum en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. 23. febrúar 2020 16:50 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Flugsamgöngur liggja nú að stórum hluta niðri á Kanaríeyjum vegna sandstorms sem þar gengur yfir. Skyggni er afleitt á eyjunum og afar hvassir vindar geisa, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi sem birt var á vef BBC í dag. Stormurinn ber með sér sand úr Sahara-eyðimörkinni og hefur spænska veðurstofan varað við því að óveðrið gæti geisað þangað til á morgun, mánudag. Í frétt BBC segir að vindar mælist allt að 35 m/s. Þá hafa, auk flugsamgangna, samgöngur á láði og legi legið niðri á eyjunum. Einnig þurfti slökkvilið að gera hlé á störfum sínum við að ráða niðurlögum gróðurelda við bæinn Tasarte vegna stormsins. Fjöldi Íslendinga kemst hvorki lönd né strönd á Kanaríeyjum vegna sandstormsins. Líkt og hundruðum annarra ferða var flugi Norwegian frá Tenerife til Keflavíkur í dag aflýst vegna ástandsins. Hluti strandaglópanna hefur fengið sæti um borð í annarri flugvél í fyrramálið. Aðrir farþegar hafa hvorki fengið nýtt flug né verið upplýstir um hvenær þeir komast heim. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er á meðal Íslendinga sem staddur er á Kanaríeyjum. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að fáir væru á ferli á Gran Canaria, enda væri lítið spennandi að vera úti þegar veðrið er svona. Enn væri hvasst, ryk og sandur í andrúmsloftinu og því best að halda sig innandyra.
Fréttir af flugi Spánn Veður Tengdar fréttir Hefði frekar búist við því að það yrði ófært í Keflavík en á Tenerife Flugi Ólafs í dag var aflýst vegna sandstorms á eyjunum en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. 23. febrúar 2020 16:50 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Sjá meira
Hefði frekar búist við því að það yrði ófært í Keflavík en á Tenerife Flugi Ólafs í dag var aflýst vegna sandstorms á eyjunum en hann er þó með þeim heppnari, enda náði hann að bóka flug heim strax á morgun. 23. febrúar 2020 16:50