Enski boltinn

Guar­diola segir Real konunga Meistara­deildarinnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola spjallar við sína leikmenn eftir leikinn gegn Leicester um helgina.
Guardiola spjallar við sína leikmenn eftir leikinn gegn Leicester um helgina. vísir/getty

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hrósar Real Madrid í hástert fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.

City ferðast til Spánar og mætir heimamönnum en City hefur ekki unnið gegn Real í fjórum tilraunum. Guardiola hefur þó oftar spilar við Real frá tíma sínum hjá Barcelona og þekkir þá vel.

„Ég hef spilað oft gegn þeim sem leikmaður og stjóri og ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir sögu félagsins. Ég veit hversu erfitt er að spila gegn þessum frábæru leikmönnum,“ sagði Guardiola fyrir leikinn.







„Ég veit ekki hversu oft þeir hafa spilað úrslitaleiki eða hversu mörgum bikurum þeir hafa lyft. Hjá okkur er það Claudio Bravo sem vann Meistaradeildina en aðrir hafa ekki unnið þessa keppni.“

„En við verðum að hafa löngun í að vera við sjálfir. Við getum unnið, við getum tapað en við verðum að reyna vera við sjálfir í þessar 180 mínútur sem við spilum á móti Real Madrid.“

„Hjá okkur er spenna. Við munum gera okkur besta, vitandi að við erum að fara spila við konunga keppninnar,“ bætti Guardiola við.

Leikur Real Madrid og Manchester City verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×