Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2020 16:33 Trump forseti hefur ríka pólitíska hagsmuni af því að kórónuveiran skaði ekki efnahaginn á kosningaári. Hann hefur gert lítið úr alvarleika veirunnar undanfarna daga. Vísir/EPA Hvíta húsið er sagt með böggum hildar yfir neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á hlutabréfamarkaði af ótta við að það veiki stöðu Donald Trump forseta fyrir kosningar í haust. Trump sakar fjölmiðla um að kynda undir óróa á mörkuðum með umfjöllun um veiruna og hefur boðað til blaðamannafundar til að ræða hana í kvöld. Trump-stjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir fáleg viðbrögð við kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og breiðist nú út um heiminn. Bent hefur verið á að Trump rak allt viðbragðateymi ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldra og lagði niður embætti yfirmanns sóttvarna sem Obama-stjórnin kom á fót vegna ebólufaraldursins á sínum tíma, árið 2018. Í fjárlagatillögum sínum hefur Hvíta húsið jafnframt ítrekað lagt til verulegan niðurskurð á framlögum til Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) og Heilbrigðisstofnunarinnar. Þingið hafnaði þeim tillögum. Engu að síður felldi stjórnin niður verkefni um fyrirbyggjandi varnir gegn smitsjúkdómum í þróunarlöndum. Forsetinn, ráðgjafar hans og Sóttvarnastofnunin hafa svo talað í kross um alvarleika ástandsins. Trump tísti um í vikunni að bandarísk yfirvöld hefðu stjórn á veirunni, sama dag og fulltrúar CDC sögðu opinberlega að „óumflýjanlegt“ væri að veiran bærist til Bandaríkjanna og raskaði daglegu lífi þar. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, fullyrti einnig að veirunni væri haldið nær algerlega í skefjum í Bandaríkjunum þrátt fyrir yfirlýsingu CDC. Trump hefur jafnframt haldið því fram að faraldurinn muni réna þegar vorar þrátt fyrir að sérfræðingar telji þá fullyrðingu vafasama. Stjórnin hefur aðeins reynt að vinda kvæði sínu í kross síðustu daga með því að biðja Bandaríkjaþing um meira fjármagn til að glíma við veiruna. Nú síðast greindi Politico frá því að Hvíta húsið íhugaði nú að ráða sérstakan yfirmann til þess að samhæfa viðbrögð alríkisstjórnarinnar við faraldrinum. Segir fjölmiðla reyna að mála skrattann á veginn Markaðir á Wall Street brögguðust aðeins í morgun eftir fall undanfarinna daga sem rakið var til óróa vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. Trump og Hvíta hús hans hafa sérstakar áhyggjur af mögulegum efnahagslegum áhrif veirunnar. Gott efnahagsástand í Bandaríkjunum hefur verið talið sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember. Valdi kórónuveiran niðursveiflu á næstu mánuðum gæti það grafið undan möguleikum hans. Sakaði Trump því fjölmiðla og demókrata um að „gera allt mögulegt til að láta caronaveiruna [svo] virðast eins slæma og hægt er, þar á meðal með því að valda óðagoti á mörkuðum ef mögulegt“ í röð tísta þar sem hann stafaði nafn veirunnar rangt í dag. Tilkynnti hann um blaðamannafund sem hann ætlar að halda um kórónuveiruna ásamt fulltrúum sóttvarnastofnunarinnar klukkan 23:00 að íslenskum tíma í kvöld. „CDC og ríkisstjórn mín standa sig FRÁBÆRLEGA í að taka á kórónuveirunni, þar á meðal að loka landamærunum gagnvart ákveðum heimshlutum mjög snemma,“ tísti forsetinn. Árekstrar hafa þó átt sér stað innan alríkisstjórnar Trump. Utanríkisráðuneytið ákvað þannig að fljúga fjórtán Bandaríkjamönnum sem greindust með kórónuveiruna með hundruð annarra ósmitaðra einstaklinga frá Japan þvert á ráðleggingar sérfræðinga sóttvarnastofnunarinnar. Svo óánægð var stofnunin með ákvörðunina að hún baðst undan því að vera skrifuð fyrir fréttatilkynningu sem yfirvöld sendu út um hópnum hefði verið flogið heim. Low Ratings Fake News MSDNC (Comcast) & @CNN are doing everything possible to make the Caronavirus look as bad as possible, including panicking markets, if possible. Likewise their incompetent Do Nothing Democrat comrades are all talk, no action. USA in great shape! @CDCgov.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 26, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Hvíta húsið er sagt með böggum hildar yfir neikvæðum áhrifum kórónuveirufaraldursins á hlutabréfamarkaði af ótta við að það veiki stöðu Donald Trump forseta fyrir kosningar í haust. Trump sakar fjölmiðla um að kynda undir óróa á mörkuðum með umfjöllun um veiruna og hefur boðað til blaðamannafundar til að ræða hana í kvöld. Trump-stjórnin hefur sætt gagnrýni fyrir fáleg viðbrögð við kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum og breiðist nú út um heiminn. Bent hefur verið á að Trump rak allt viðbragðateymi ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldra og lagði niður embætti yfirmanns sóttvarna sem Obama-stjórnin kom á fót vegna ebólufaraldursins á sínum tíma, árið 2018. Í fjárlagatillögum sínum hefur Hvíta húsið jafnframt ítrekað lagt til verulegan niðurskurð á framlögum til Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) og Heilbrigðisstofnunarinnar. Þingið hafnaði þeim tillögum. Engu að síður felldi stjórnin niður verkefni um fyrirbyggjandi varnir gegn smitsjúkdómum í þróunarlöndum. Forsetinn, ráðgjafar hans og Sóttvarnastofnunin hafa svo talað í kross um alvarleika ástandsins. Trump tísti um í vikunni að bandarísk yfirvöld hefðu stjórn á veirunni, sama dag og fulltrúar CDC sögðu opinberlega að „óumflýjanlegt“ væri að veiran bærist til Bandaríkjanna og raskaði daglegu lífi þar. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, fullyrti einnig að veirunni væri haldið nær algerlega í skefjum í Bandaríkjunum þrátt fyrir yfirlýsingu CDC. Trump hefur jafnframt haldið því fram að faraldurinn muni réna þegar vorar þrátt fyrir að sérfræðingar telji þá fullyrðingu vafasama. Stjórnin hefur aðeins reynt að vinda kvæði sínu í kross síðustu daga með því að biðja Bandaríkjaþing um meira fjármagn til að glíma við veiruna. Nú síðast greindi Politico frá því að Hvíta húsið íhugaði nú að ráða sérstakan yfirmann til þess að samhæfa viðbrögð alríkisstjórnarinnar við faraldrinum. Segir fjölmiðla reyna að mála skrattann á veginn Markaðir á Wall Street brögguðust aðeins í morgun eftir fall undanfarinna daga sem rakið var til óróa vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. Trump og Hvíta hús hans hafa sérstakar áhyggjur af mögulegum efnahagslegum áhrif veirunnar. Gott efnahagsástand í Bandaríkjunum hefur verið talið sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember. Valdi kórónuveiran niðursveiflu á næstu mánuðum gæti það grafið undan möguleikum hans. Sakaði Trump því fjölmiðla og demókrata um að „gera allt mögulegt til að láta caronaveiruna [svo] virðast eins slæma og hægt er, þar á meðal með því að valda óðagoti á mörkuðum ef mögulegt“ í röð tísta þar sem hann stafaði nafn veirunnar rangt í dag. Tilkynnti hann um blaðamannafund sem hann ætlar að halda um kórónuveiruna ásamt fulltrúum sóttvarnastofnunarinnar klukkan 23:00 að íslenskum tíma í kvöld. „CDC og ríkisstjórn mín standa sig FRÁBÆRLEGA í að taka á kórónuveirunni, þar á meðal að loka landamærunum gagnvart ákveðum heimshlutum mjög snemma,“ tísti forsetinn. Árekstrar hafa þó átt sér stað innan alríkisstjórnar Trump. Utanríkisráðuneytið ákvað þannig að fljúga fjórtán Bandaríkjamönnum sem greindust með kórónuveiruna með hundruð annarra ósmitaðra einstaklinga frá Japan þvert á ráðleggingar sérfræðinga sóttvarnastofnunarinnar. Svo óánægð var stofnunin með ákvörðunina að hún baðst undan því að vera skrifuð fyrir fréttatilkynningu sem yfirvöld sendu út um hópnum hefði verið flogið heim. Low Ratings Fake News MSDNC (Comcast) & @CNN are doing everything possible to make the Caronavirus look as bad as possible, including panicking markets, if possible. Likewise their incompetent Do Nothing Democrat comrades are all talk, no action. USA in great shape! @CDCgov.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 26, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. 25. febrúar 2020 21:30