Enski boltinn

Leeds nær úrvalsdeildinni | Markalaust hjá Jóni Daða

Sindri Sverrisson skrifar
Leedsarar fagna sigurmarkinu í kvöld.
Leedsarar fagna sigurmarkinu í kvöld. vísir/getty

Leeds er skrefi nær sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir sigur á Middlesbrough á útivelli, 1-0. Jón Daði Böðvarsson og félagar í Millwall gerðu markalaust jafntefli við Birmingham.

Mateusz Klich skoraði sigurmark Leeds í kvöld undir lok fyrri hálfleiks. Liðið er með 65 stig, fjórum stigum á eftir toppliði West Brom og fimm stigum á undan Fulham í 3. sæti, þrátt fyrir að Fulham hafi tryggt sér 1-0 sigur á Swansea á 90. mínútu í kvöld með marki Aleksandar Mitrovic.

Jón Daði var í liði Millwall fram á 80. mínútu í jafnteflinu við Birmingham á heimavelli. Millwall er í 10. sæti með 50 stig, sex stigum frá 6. sætinu sem gefur þátttökurétt í umspilinu.

Úrslit kvöldsins:
Blackburn - Stoke 0-0
Fulham - Swansea 1-0
Hull - Barnsley 0-1
Middlesbrough - Leeds 0-1
Millwall - Birmingham 0-0
Sheff. Wed. - Charlton 1-0
Reading - Wigan (0-2) leik ólokiðAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.