Enski boltinn

Mane vissi ekki að leikmenn myndu fá medalíur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mane í góðum gír.
Mane í góðum gír. vísir/getty

Sadio Mane verður bráðum Englandsmeistari með Liverpool og hefur viðurkennt að hann hafði ekki hugmynd um að þá myndi hann fá gullmedalíu eins einkennilegt og það nú er.„Ég frétti bara í gær að ef við verðum meistarar þá fáum við allir medalíu. Ég hafði ekki hugmynd um það en annars er mér alveg sama um medalíur,“ sagði Mane sem þó virðist vera að spá talsvert í þessu.Mane og félagar fengu silfur í fyrra en hafa slátrað deildinni á þessari leiktíð og eiga möguleika á því að verða meistarar í mars.„Þetta hefur ekki verið auðvelt. Við vitum að þetta er besta deild heims og það verður að gefa 100 prósent í alla leiki ef menn vilja vinna,“ sagði Mane en hann kom frá Southampton árið 2016 og í búningi Rauða hersins hefur hann orðið einn besti leikmaður heims.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.