Sex sveitarfélög fá styrk vegna hruns í ferðaþjónustu Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2020 14:48 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt skiptinguna fyrir ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt ríkisstjórn skiptingu 150 milljóna króna fjárveitingar sem sex sveitarfélög munu fá vegna hruns í ferðaþjónustu í kjölfar Covid-19. Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur munu hvert um sig fá 32 milljónir króna. Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Hornafjörður fá 18 milljónir króna. Er fjárveitingunni ætlað að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og stuðla að nýsköpun. Staða sveitarfélaganna og áskoranir þeirra voru teknar til skoðunar í greinargerð eftir að samantekt Byggðastofnunar gaf vísbendingar um að þessi sveitarfélög kynnu að standa verst að vígi vegna tímabundins hruns í ferðaþjónustu. Staða sveitarfélaganna var metin innbyrðis við gerð greinargerðarinnar og skoðað hlutfall ferðaþjónustu af atvinnulífi, möguleikar á annarri vinnusókn og framkomin áhrif, t.d. atvinnuleysi og lýðfræðileg samsetning íbúa. Niðurstaðan var sú að Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur stæðu verst að vígi en að Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Hornafjörður gætu brugðist betur við afleiðingum faraldursins. Í greinargerðinni kemur fram að atvinnuleysi í þessum sveitarfélögum í júnílok var á bilinu 13 til 34 prósent. Meðaltal atvinnuleysis á landinu öllu á sama tíma var um tíu prósent. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Rangárþing eystra Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Skútustaðahreppur Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur kynnt ríkisstjórn skiptingu 150 milljóna króna fjárveitingar sem sex sveitarfélög munu fá vegna hruns í ferðaþjónustu í kjölfar Covid-19. Framlagið mun fara í að styðja við atvinnulíf og samfélag sveitarfélaganna og styrkja stoðir þeirra. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur munu hvert um sig fá 32 milljónir króna. Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Hornafjörður fá 18 milljónir króna. Er fjárveitingunni ætlað að skapa betri grundvöll fyrir fjölbreyttara atvinnulíf til lengri tíma og stuðla að nýsköpun. Staða sveitarfélaganna og áskoranir þeirra voru teknar til skoðunar í greinargerð eftir að samantekt Byggðastofnunar gaf vísbendingar um að þessi sveitarfélög kynnu að standa verst að vígi vegna tímabundins hruns í ferðaþjónustu. Staða sveitarfélaganna var metin innbyrðis við gerð greinargerðarinnar og skoðað hlutfall ferðaþjónustu af atvinnulífi, möguleikar á annarri vinnusókn og framkomin áhrif, t.d. atvinnuleysi og lýðfræðileg samsetning íbúa. Niðurstaðan var sú að Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur stæðu verst að vígi en að Bláskógabyggð, Rangárþing eystra og Sveitarfélagið Hornafjörður gætu brugðist betur við afleiðingum faraldursins. Í greinargerðinni kemur fram að atvinnuleysi í þessum sveitarfélögum í júnílok var á bilinu 13 til 34 prósent. Meðaltal atvinnuleysis á landinu öllu á sama tíma var um tíu prósent.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Bláskógabyggð Rangárþing eystra Hornafjörður Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Skútustaðahreppur Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira