Tekst lærisveinum Solskjærs að hefna fyrir síðustu heimsókn sína á Goodison? Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 23:30 Solskjær var ekki skemmt eftir síðustu heimsókn á Goodison vísir/getty Manchester United mætir Everton á Goodison Park á morgun. Það gekk ekki vel hjá United í síðustu heimsókn sinni þangað. Rauðu djöflarnir fengu stórskell þann 21. apríl á síðasta ári, 4-0, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var meðal annars á skotskónnum. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, rifjaði upp þennan leik í viðtali á fimmtudaginn: ,,Þetta var lágpunkturinn minn. Ég held að allir viti það og muni eftir þessu, þetta var algjör uppgjöf.‘‘ ,,Allt sem þú vildir ekki sjá sástu í þessum leik. Það var ekkert gott við okkar leik þennan dag.‘‘ Leikurinn á morgun verður fyrsta heimsókn United á Goodison Park síðan þeir fengu 4-0 skellinn. Romelu Lukaku og Ashley Young eru einu leikmennirnir sem tóku þátt í þeim leik sem hafa yfirgefið Manchester United. United hefur þó bætt við sig nokkrum lykilleikmönnum eins og Harry Maguire, Bruno Fernandes og Aaron Wan-Bissaka, en þá má gera ráð fyrir að þeir verði í byrjunarliðinu á morgun. Gengi þeirra rauðu hefur verið upp og ofan á tímabilinu, en eftir skelfilega frammistöðu í 0-2 tapi gegn Burnley á Old Trafford í janúar hefur leiðin legið upp á við. Í síðustu sjö leikjum sínum hefur United unnið fimm sinnum og gert tvö jafntefli, en í þeim leikjum hafa þeir skorað 18 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Koma Bruno Fernandes til félagsins í lok janúar spilar ekki síst þar inn í, en hann hefur blásið lífi í sóknarleik liðsins og skorað tvö mörk og lagt upp tvö í síðustu fjórum leikjum. ,,Menningin, hugarfarið, liðsandinn, formið og jafnvel skilningur á milli leikmanna hefur orðið betri,‘‘ sagði Solskjær um gengi liðsins undanfarnar vikur. ,,Það er Man United eins og aðdáendurnir vilja sjá það. Mikill hreyfanleiki, ein til tvær snertingar, hlaup inn í teig, marktækifæri.‘‘ ,,Ég get sagt það frá hjartanu að ég er 100% viss um að strákarnir munu aldrei gefast upp eins og liðið gerði í leiknum í fyrra,‘‘ sagði Solskjær að lokum, sem hefur greinilega mikla trú á breyttu hugarfari í sínum hóp. Það verður áhugavert að sjá hvort United takist að hefna fyrir síðustu heimsókn sína til þeirra bláklæddu í Bítlaborginni á morgun. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira
Manchester United mætir Everton á Goodison Park á morgun. Það gekk ekki vel hjá United í síðustu heimsókn sinni þangað. Rauðu djöflarnir fengu stórskell þann 21. apríl á síðasta ári, 4-0, þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var meðal annars á skotskónnum. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Man Utd, rifjaði upp þennan leik í viðtali á fimmtudaginn: ,,Þetta var lágpunkturinn minn. Ég held að allir viti það og muni eftir þessu, þetta var algjör uppgjöf.‘‘ ,,Allt sem þú vildir ekki sjá sástu í þessum leik. Það var ekkert gott við okkar leik þennan dag.‘‘ Leikurinn á morgun verður fyrsta heimsókn United á Goodison Park síðan þeir fengu 4-0 skellinn. Romelu Lukaku og Ashley Young eru einu leikmennirnir sem tóku þátt í þeim leik sem hafa yfirgefið Manchester United. United hefur þó bætt við sig nokkrum lykilleikmönnum eins og Harry Maguire, Bruno Fernandes og Aaron Wan-Bissaka, en þá má gera ráð fyrir að þeir verði í byrjunarliðinu á morgun. Gengi þeirra rauðu hefur verið upp og ofan á tímabilinu, en eftir skelfilega frammistöðu í 0-2 tapi gegn Burnley á Old Trafford í janúar hefur leiðin legið upp á við. Í síðustu sjö leikjum sínum hefur United unnið fimm sinnum og gert tvö jafntefli, en í þeim leikjum hafa þeir skorað 18 mörk og aðeins fengið á sig eitt. Koma Bruno Fernandes til félagsins í lok janúar spilar ekki síst þar inn í, en hann hefur blásið lífi í sóknarleik liðsins og skorað tvö mörk og lagt upp tvö í síðustu fjórum leikjum. ,,Menningin, hugarfarið, liðsandinn, formið og jafnvel skilningur á milli leikmanna hefur orðið betri,‘‘ sagði Solskjær um gengi liðsins undanfarnar vikur. ,,Það er Man United eins og aðdáendurnir vilja sjá það. Mikill hreyfanleiki, ein til tvær snertingar, hlaup inn í teig, marktækifæri.‘‘ ,,Ég get sagt það frá hjartanu að ég er 100% viss um að strákarnir munu aldrei gefast upp eins og liðið gerði í leiknum í fyrra,‘‘ sagði Solskjær að lokum, sem hefur greinilega mikla trú á breyttu hugarfari í sínum hóp. Það verður áhugavert að sjá hvort United takist að hefna fyrir síðustu heimsókn sína til þeirra bláklæddu í Bítlaborginni á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Sjá meira