Fótbolti

Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Getty/VI Images

Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar.

Sandra María Jessen hefur verið kölluð inn í landsliðið í staðinn en þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir getur ekki tekið þátt í mótinu, en hún getur ekki ferðast með liðinu í ljósi kórónuveirunnar sem hefur greinst á Ítalíu og getur valdið Covid-19 sjúkdómnum.


Pinatar Cup er fjögurra þjóða æfingamót sem stendur frá 4. til 10. mars en þar mætir íslenska liðið Norður-Írlandi, Skotlandi og Úkraínu. Mótið er undirbúningur fyrir leiki í undankeppni EM 2021 sem fara fram í aprílmánuði.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með AC Milan á Ítalíu en leik liðsins á móti Fiorentina um síðustu helgi var frestað vegna kórónuveirunnar sem er farin að hafa mikil áhrif á Ítalíu.

Sandra María Jessen hefur leikið leikið 28 leiki fyrir A-landslið kvenna og skorað í þeim 6 mörk.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir byrjaði frábærlega með liði AC Milan, skoraði tvívegis í fyrsta leiknum og er með fimm mörk í fyrstu fimm leikjunum.


Tengdar fréttir

Berglind raðar inn mörkum fyrir AC Milan

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur farið frábærlega af stað í búningi AC Milan á Ítalíu og hún skoraði í 4-0 sigri liðsins á Tavagnacco í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.