Útilokar ekki að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár Ísak Hallmundarson skrifar 27. febrúar 2020 15:00 Verður Ólympíuleikunum frestað vegna kórónaveirunnar? Vísir/Reuters Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. Pound útilokar ekki möguleikan á að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár. Hann vill þó að keppendum sem eru á fullu að undirbúa sig fyrir leikana í Tokýó í sumar sé ljóst að allt verði lagt í sölurnar til að halda Ólympíuleikanna á réttum tíma en þeir eiga að hefjast þann 24. júlí næstkomandi. „Einungis ef allt fer á versta veg með veiruna munum við þurfa að fresta Ólympíuleikunum, heilsa alþjóðasamfélagsins er mikilvægari,“ sagði Pound í viðtali sem birtist á vef Independent. „Við munum gera okkar allra besta til að tryggja að þið fáið Ólympíuleika í sumar," sagði Pound einnig. Pound segir að ákvörðunin muni verða byggð á mati Ólympíuráðsis, stjórnvalda í Tokýó, ríkisstjórna sem og alþjóðlegra stofnanna, hvort það teljist öruggt að halda Ólympíuleika árið 2020. Fari svo að þurfi að fresta leikunum yrði þeim frestað til sumarsins 2021 þar sem þá myndu þeir ekki skarast á við aðra íþróttaviðburði. Á dögunum kallaði Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, eftir því að öllum íþróttaviðburðum yrði frestað í að lágmarki tvær vikur eftir að tvö tilfelli kórónaveirunnar leiddu til dauðsfalla nýlega í landinu. Hefur það aukið enn á áhyggjur japanskra stjórnvalda um mögulega útbreiðslu veirunnar í landinu. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, var spurður út í málið á dögunum og vildi hann nú ekki fara ræða það að fresta leikunum „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax.“ Kórónaveiran hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf heimsins undanfarið en til að mynda mun Berglind Björg Þorvaldsdóttir ekki fara með íslenska landsliðinu til Spánar og þá verða stórleikir á Ítalíu leiknir fyrir luktum dyrum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
Ólympíuleikunum sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar verður frestað ef þess gerist þörf, segir Dick Pound, meðlimur stjórnar Alþjóðlega Ólympíuráðsins. Pound útilokar ekki möguleikan á að fresta Ólympíuleikunum um eitt ár. Hann vill þó að keppendum sem eru á fullu að undirbúa sig fyrir leikana í Tokýó í sumar sé ljóst að allt verði lagt í sölurnar til að halda Ólympíuleikanna á réttum tíma en þeir eiga að hefjast þann 24. júlí næstkomandi. „Einungis ef allt fer á versta veg með veiruna munum við þurfa að fresta Ólympíuleikunum, heilsa alþjóðasamfélagsins er mikilvægari,“ sagði Pound í viðtali sem birtist á vef Independent. „Við munum gera okkar allra besta til að tryggja að þið fáið Ólympíuleika í sumar," sagði Pound einnig. Pound segir að ákvörðunin muni verða byggð á mati Ólympíuráðsis, stjórnvalda í Tokýó, ríkisstjórna sem og alþjóðlegra stofnanna, hvort það teljist öruggt að halda Ólympíuleika árið 2020. Fari svo að þurfi að fresta leikunum yrði þeim frestað til sumarsins 2021 þar sem þá myndu þeir ekki skarast á við aðra íþróttaviðburði. Á dögunum kallaði Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, eftir því að öllum íþróttaviðburðum yrði frestað í að lágmarki tvær vikur eftir að tvö tilfelli kórónaveirunnar leiddu til dauðsfalla nýlega í landinu. Hefur það aukið enn á áhyggjur japanskra stjórnvalda um mögulega útbreiðslu veirunnar í landinu. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, var spurður út í málið á dögunum og vildi hann nú ekki fara ræða það að fresta leikunum „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax.“ Kórónaveiran hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf heimsins undanfarið en til að mynda mun Berglind Björg Þorvaldsdóttir ekki fara með íslenska landsliðinu til Spánar og þá verða stórleikir á Ítalíu leiknir fyrir luktum dyrum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30 Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09 Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Tyson Fury snýr aftur í apríl Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Að gefnu tilefni vil ég ítreka að ég er ekki í afneitun“ „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast Sjá meira
„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32
Lukaku og samherjar leika fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar Leikur Inter Milan og Ludogorets verður leikinn fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar er liðin mætast í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. 25. febrúar 2020 12:30
Toppslagur Inter og Juventus fer fram fyrir luktum dyrum Engir áhorfendur verða á Allianz vellinum í Tórínó þegar Inter tekur á móti Juventus í toppslag í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudagskvöldið. 25. febrúar 2020 14:09
Sportpakkinn: Kórónaveiran hefur mikil áhrif á næstu leiki Inter Engir áhorfendur verða á næstu tveimur leikjum Inter. 25. febrúar 2020 15:30