Íslenski boltinn

HK dæmdur ósigur gegn FH og fær 60.000 króna sekt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik með HK síðasta sumar.
Úr leik með HK síðasta sumar. vísir/bára

HK hefur verið dæmdur ósigur í leiknum gegn FH í Lengjubikarnum sem fór fram á föstudaginn.

HK vann leikinn, 1-0, með marki Birnis Snæs Ingasonar. Þetta var þriðji sigur HK á FH í röð.

HK tefldi hins vegar fram ólöglegum leikmanni í leiknum, Emil Skorra Þ. Brynjólfssyni sem er skráður í Ými.

Því hefur FH verið dæmdur 3-0 sigur í leiknum. HK fékk einnig 60.000 króna sekt fyrir að tefla Emil fram í leiknum.

FH er því með þrjú stig í riðli 3 líkt og Grótta sem vann Þór á laugardaginn, 2-1.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.