Enski boltinn

Breiða­blik hafði betur gegn Leikni og hrak­farir FH í Kórnum halda á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas Mikkelsen skoraði eitt marka Breiðablik í kvöld.
Thomas Mikkelsen skoraði eitt marka Breiðablik í kvöld. vísir/daníel

Breiðablik lenti ekki í miklum vandræðum með Leikni er liðin mættust í opnunarleik Lengjubikars karla þetta árið. Lokatölur urðu 3-1.

Thomas Mikkelsen skoraði tvö mörk og Gísli Eyjólfson eitt áður en hinn ungi og efnilegi Vuk Oskar Dimitrijevic klóraði í bakkann fyrir Breiðhyltinga.

Í riðli eitt eru Breiðablik og Leiknir ásamt ÍA, KR, Aftureldingu og Leikni Fáskrúðsfirði.

FH hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum gegn HK í Kórnum en Kópavogsliðið vann í kvöld 1-0 sigur er liðin mættust í Lengjubikarnum.

Auk FH og HK eru þau Grindavík, Grótta, Þór og Þróttur í riðlinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.