Enski boltinn

Breiða­blik hafði betur gegn Leikni og hrak­farir FH í Kórnum halda á­fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas Mikkelsen skoraði eitt marka Breiðablik í kvöld.
Thomas Mikkelsen skoraði eitt marka Breiðablik í kvöld. vísir/daníel

Breiðablik lenti ekki í miklum vandræðum með Leikni er liðin mættust í opnunarleik Lengjubikars karla þetta árið. Lokatölur urðu 3-1.

Thomas Mikkelsen skoraði tvö mörk og Gísli Eyjólfson eitt áður en hinn ungi og efnilegi Vuk Oskar Dimitrijevic klóraði í bakkann fyrir Breiðhyltinga.

Í riðli eitt eru Breiðablik og Leiknir ásamt ÍA, KR, Aftureldingu og Leikni Fáskrúðsfirði.

FH hefur ekki unnið í síðustu sex leikjum gegn HK í Kórnum en Kópavogsliðið vann í kvöld 1-0 sigur er liðin mættust í Lengjubikarnum.

Auk FH og HK eru þau Grindavík, Grótta, Þór og Þróttur í riðlinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.