Saksóknarar sögðu sig frá máli vinar Trump eftir inngrip dómsmálaráðuneytis Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2020 10:56 Saksóknarar kröfðust upphaflega 7-9 ára fangelsis yfir Roger Stone. Dómsmálaráðuneyti greip inn í og lækkaði kröfuna niður í 3-4 ár stuttu eftir að Trump tísti um hversu ósanngjörn krafan væri að hans mati. AP/Manuel Balce Ceneta Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist rannsóknar á inngripi dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. Allir saksóknararnir fjórir sem fóru með málið sögðu sig skyndilega frá því í gær og einn þeirra sagði alfarið af sér. Roger Stone, sem hefur verið innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum um áratugaskeið, er vinur Trump forseta og var óformlegur ráðgjafi forsetaframboðs hans árið 2016. Hann var sakfelldur af kviðdómi fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og að hindra framgang réttvísinnar í nóvember. Saksóknarar í máli hans kröfðust sjö til níu ára fangelsisvistar yfir Stone á mánudag. Sú krafa reitti Trump forseta til reiði sem tísti um hversu „hræðileg“ og „ósanngjörn“ meðferðin á vini hans væri í gær. Sjá einnig: Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Skömmu síðar tilkynnti dómsmálaráðuneytið um að það ætlaði að milda refsikröfuna yfir Stone. Embættismenn þar sögðu fréttamönnum að æðstu menn ráðuneytisins hefðu verið „slegnir“ yfir því hvað saksóknararnir kröfðust strangrar refsingar yfir Stone. Ákvörðunin um að breyta kröfunni um refsingu yfir Stone eftir að hún var lögð fram þykir afar óvanaleg og hefur hún vakið upp háværar umræður um að ráðuneytið, sem á að vera óháð frá öðrum öngum framkvæmdavaldsins, hafi látið stjórnast af pólitískum duttlungum Trump forseta. This is a horrible and very unfair situation. The real crimes were on the other side, as nothing happens to them. Cannot allow this miscarriage of justice! https://t.co/rHPfYX6Vbv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 11, 2020 Þræta fyrir pólitísk afskipti Inngrip ráðuneytisins leiddi til þess að saksóknararnir fjórir sem höfðu rekið málið gegn Stone báðu dómarann einn af öðrum um að leysa sig frá því. Einn þeirra sagði ennfremur alfarið af sér starfi sínu hjá ráðuneytinu. Washington Post segir að enginn þeirra hafi gefið ástæðu fyrir því að segja sig frá málinu. Enginn þeirra skrifaði nafn sitt undir breytingu á refsikröfunni sem ráðuneytið lét leggja fram skömmu síðar. Þar var farið fram á helmingi styttri dóm yfir Stone, að hámarki fjögur ár. Washington Post segir að sumir starfsmenn dómsmálaráðuneytisins telji inngrip þess í mál Stone sýna fram á að stofnunin, sem á að njóta sjálfstæðis, beygi sig nú í ríkari mæli fyrir pólitískum vilja Trump forseta. Togstreita var á milli saksóknara málsins og yfirmanna þeirra um refsinguna. Saksóknarnir aðhylltust harðari refsingu í ljósi þess að Stone sendi vitni í málinu líflátshótun en yfirmennirnir vildu ganga skemur í að nýta refsirammann. Sjá einnig: Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Talsmaður ráðuneytisins fullyrti í gær að Hvíta húsið hefði ekki haft samband við ráðuneytið á mánudag eða þriðjudag um mál Stone. Ákvörðunin um að krefjast mildari refsingar hafi verið tekin áður en Trump tísti. Trump sjálfur staðhæfði við fréttamenn í gær að hann hefði engan þátt átt í ákvörðuninni um að krefjast styttri fangelsisvistar yfir Stone. Vó hann harkalega að saksóknurum Roberts Mueller, fyrrverandi sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem hann sagði að ættu að „skammast sín“. Málið gegn Stone spratt upp úr rannsókn Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Á sama tíma dró Trump hins vegar til baka tilnefningu á Jessie K. Liu, fyrrverandi alríkissvæðissaksóknara, til embættis aðstoðarfjármálaráðherra yfir hryðjuverkja- og fjárglæpa í gær. Skrifstofa Liu hafði umsjón með málinu gegn Stone en hún er sögð hafa komið hvergi nálægt refsikröfunni gegn honum. Ekki liggur fyrir hvers vegna Trump ákvað að draga nafn hennar til baka eða hvernig ákvörðunin tengist vendingunum í máli Stone. Liu átti að bera vitni fyrir Bandaríkjaþingi vegna tilnefningarinnar í vikunni. Ráðherra sakaður um að ganga erinda forsetans Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sendi innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins bréf með formlegri ósk um að hann rannsakaði hvað gekk á með refsikröfuna yfir Stone. „Þessar aðstæður bera öll merki óviðeigandi pólitískra afskipta af sakamálasaksókn,“ sagði Schumer. To the DOJ Inspector General:I'm calling for an immediate investigation of why the Roger Stone sentencing recommendations by career prosecutors were countermanded.The American people must have confidence that justice in this country is dispensed impartially. pic.twitter.com/vaBtC1FlUI— Chuck Schumer (@SenSchumer) February 12, 2020 William Barr, dómsmálaráðherra, hefur áður verið sakaður um að ganga pólitískra erinda Trump forseta. Hann þótti gefa misvísandi lýsingu á niðurstöðum rannsóknar Mueller áður en skýrsla hans var gerð opinber í fyrra og þá hóf hann rannsókn á Mueller-rannsókninni sem Trump hafði lengi krafist. Þegar uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna samskipta Trump við forseta Úkraínu sem hann taldi óeðlileg ákvað dómsmálaráðuneyti Barr strax að engin ástæða væri til að það brygðist við. Þrýstingsherferð Trump til að fá Úkraínu til að rannsaka pólitískan keppinaut hans varð síðar tilefni þess að forsetinn var kærður fyrir embættisbrot í fulltrúadeild þingsins. Öldungadeildin sýknaði Trump í síðustu viku. Trump lofaði Barr fyrir að grípa inn í mál Stone á Twitter í dag um leið og hann endurtók fyrri gagnrýni sína á rannsókn Mueller. Congratulations to Attorney General Bill Barr for taking charge of a case that was totally out of control and perhaps should not have even been brought. Evidence now clearly shows that the Mueller Scam was improperly brought & tainted. Even Bob Mueller lied to Congress!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 12, 2020 Eftir sýknunina í öldungadeildinni hefur Trump komið fram hefndum gegn þeim sem hann telur óvini sína, þar á meðal gegn embættismönnum sem báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar. Hann lét þannig færa Alexander Vindman, ofursta, úr stöðu sinni hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna á föstudag og kallaði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, heim. Báðir báru þeir vitni um að Trump hefði sett þrýsting á Úkraínu að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Sjá einnig: Enn einn rannsókn á rannsókninni sett á laggirnar Trump gekk enn lengra í gær þegar hann gaf í skyn að Bandaríkjaher ætti að refsa Vindman. Forsetinn skýrði ekki á hvaða forsendum ofurstinn ætti skilið að vera refsað. Þá réðst forsetinn á Amy Berman Jackson, dómarann í máli Stone, á Twitter í gær. Spurði Trump hvort að það hefði verið hún sem skipaði fyrir um að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, hefði verið látinn sæta einangrunarvist í fangelsi. Fullyrti Trump að ekki einu sinni glæpaforinginn alræmdi Al Capone hefði sætt slíkri meðferð. Jackson var dómari í máli Manafort en New York Times segir að það hafi verið fangelsisyfirvöld sem tóku ákvörðun um hvernig hann var vistaður, ekki dómarinn. Is this the Judge that put Paul Manafort in SOLITARY CONFINEMENT, something that not even mobster Al Capone had to endure? How did she treat Crooked Hillary Clinton? Just asking! https://t.co/Fe7XkepJNN— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 12, 2020 Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Trump forseta við inngripi dómsmálaráðuneytisins í mál Stone í dag. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist rannsóknar á inngripi dómsmálaráðuneytisins í mál gegn vini og bandamanni Donalds Trump forseta í kjölfar þess að forsetinn gagnrýndi málareksturinn gegn honum. Allir saksóknararnir fjórir sem fóru með málið sögðu sig skyndilega frá því í gær og einn þeirra sagði alfarið af sér. Roger Stone, sem hefur verið innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum um áratugaskeið, er vinur Trump forseta og var óformlegur ráðgjafi forsetaframboðs hans árið 2016. Hann var sakfelldur af kviðdómi fyrir að ógna vitni, ljúga að Bandaríkjaþingi og að hindra framgang réttvísinnar í nóvember. Saksóknarar í máli hans kröfðust sjö til níu ára fangelsisvistar yfir Stone á mánudag. Sú krafa reitti Trump forseta til reiði sem tísti um hversu „hræðileg“ og „ósanngjörn“ meðferðin á vini hans væri í gær. Sjá einnig: Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Skömmu síðar tilkynnti dómsmálaráðuneytið um að það ætlaði að milda refsikröfuna yfir Stone. Embættismenn þar sögðu fréttamönnum að æðstu menn ráðuneytisins hefðu verið „slegnir“ yfir því hvað saksóknararnir kröfðust strangrar refsingar yfir Stone. Ákvörðunin um að breyta kröfunni um refsingu yfir Stone eftir að hún var lögð fram þykir afar óvanaleg og hefur hún vakið upp háværar umræður um að ráðuneytið, sem á að vera óháð frá öðrum öngum framkvæmdavaldsins, hafi látið stjórnast af pólitískum duttlungum Trump forseta. This is a horrible and very unfair situation. The real crimes were on the other side, as nothing happens to them. Cannot allow this miscarriage of justice! https://t.co/rHPfYX6Vbv— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 11, 2020 Þræta fyrir pólitísk afskipti Inngrip ráðuneytisins leiddi til þess að saksóknararnir fjórir sem höfðu rekið málið gegn Stone báðu dómarann einn af öðrum um að leysa sig frá því. Einn þeirra sagði ennfremur alfarið af sér starfi sínu hjá ráðuneytinu. Washington Post segir að enginn þeirra hafi gefið ástæðu fyrir því að segja sig frá málinu. Enginn þeirra skrifaði nafn sitt undir breytingu á refsikröfunni sem ráðuneytið lét leggja fram skömmu síðar. Þar var farið fram á helmingi styttri dóm yfir Stone, að hámarki fjögur ár. Washington Post segir að sumir starfsmenn dómsmálaráðuneytisins telji inngrip þess í mál Stone sýna fram á að stofnunin, sem á að njóta sjálfstæðis, beygi sig nú í ríkari mæli fyrir pólitískum vilja Trump forseta. Togstreita var á milli saksóknara málsins og yfirmanna þeirra um refsinguna. Saksóknarnir aðhylltust harðari refsingu í ljósi þess að Stone sendi vitni í málinu líflátshótun en yfirmennirnir vildu ganga skemur í að nýta refsirammann. Sjá einnig: Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Talsmaður ráðuneytisins fullyrti í gær að Hvíta húsið hefði ekki haft samband við ráðuneytið á mánudag eða þriðjudag um mál Stone. Ákvörðunin um að krefjast mildari refsingar hafi verið tekin áður en Trump tísti. Trump sjálfur staðhæfði við fréttamenn í gær að hann hefði engan þátt átt í ákvörðuninni um að krefjast styttri fangelsisvistar yfir Stone. Vó hann harkalega að saksóknurum Roberts Mueller, fyrrverandi sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem hann sagði að ættu að „skammast sín“. Málið gegn Stone spratt upp úr rannsókn Mueller á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Á sama tíma dró Trump hins vegar til baka tilnefningu á Jessie K. Liu, fyrrverandi alríkissvæðissaksóknara, til embættis aðstoðarfjármálaráðherra yfir hryðjuverkja- og fjárglæpa í gær. Skrifstofa Liu hafði umsjón með málinu gegn Stone en hún er sögð hafa komið hvergi nálægt refsikröfunni gegn honum. Ekki liggur fyrir hvers vegna Trump ákvað að draga nafn hennar til baka eða hvernig ákvörðunin tengist vendingunum í máli Stone. Liu átti að bera vitni fyrir Bandaríkjaþingi vegna tilnefningarinnar í vikunni. Ráðherra sakaður um að ganga erinda forsetans Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, sendi innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins bréf með formlegri ósk um að hann rannsakaði hvað gekk á með refsikröfuna yfir Stone. „Þessar aðstæður bera öll merki óviðeigandi pólitískra afskipta af sakamálasaksókn,“ sagði Schumer. To the DOJ Inspector General:I'm calling for an immediate investigation of why the Roger Stone sentencing recommendations by career prosecutors were countermanded.The American people must have confidence that justice in this country is dispensed impartially. pic.twitter.com/vaBtC1FlUI— Chuck Schumer (@SenSchumer) February 12, 2020 William Barr, dómsmálaráðherra, hefur áður verið sakaður um að ganga pólitískra erinda Trump forseta. Hann þótti gefa misvísandi lýsingu á niðurstöðum rannsóknar Mueller áður en skýrsla hans var gerð opinber í fyrra og þá hóf hann rannsókn á Mueller-rannsókninni sem Trump hafði lengi krafist. Þegar uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna samskipta Trump við forseta Úkraínu sem hann taldi óeðlileg ákvað dómsmálaráðuneyti Barr strax að engin ástæða væri til að það brygðist við. Þrýstingsherferð Trump til að fá Úkraínu til að rannsaka pólitískan keppinaut hans varð síðar tilefni þess að forsetinn var kærður fyrir embættisbrot í fulltrúadeild þingsins. Öldungadeildin sýknaði Trump í síðustu viku. Trump lofaði Barr fyrir að grípa inn í mál Stone á Twitter í dag um leið og hann endurtók fyrri gagnrýni sína á rannsókn Mueller. Congratulations to Attorney General Bill Barr for taking charge of a case that was totally out of control and perhaps should not have even been brought. Evidence now clearly shows that the Mueller Scam was improperly brought & tainted. Even Bob Mueller lied to Congress!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 12, 2020 Eftir sýknunina í öldungadeildinni hefur Trump komið fram hefndum gegn þeim sem hann telur óvini sína, þar á meðal gegn embættismönnum sem báru vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar. Hann lét þannig færa Alexander Vindman, ofursta, úr stöðu sinni hjá þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna á föstudag og kallaði Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, heim. Báðir báru þeir vitni um að Trump hefði sett þrýsting á Úkraínu að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Sjá einnig: Enn einn rannsókn á rannsókninni sett á laggirnar Trump gekk enn lengra í gær þegar hann gaf í skyn að Bandaríkjaher ætti að refsa Vindman. Forsetinn skýrði ekki á hvaða forsendum ofurstinn ætti skilið að vera refsað. Þá réðst forsetinn á Amy Berman Jackson, dómarann í máli Stone, á Twitter í gær. Spurði Trump hvort að það hefði verið hún sem skipaði fyrir um að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, hefði verið látinn sæta einangrunarvist í fangelsi. Fullyrti Trump að ekki einu sinni glæpaforinginn alræmdi Al Capone hefði sætt slíkri meðferð. Jackson var dómari í máli Manafort en New York Times segir að það hafi verið fangelsisyfirvöld sem tóku ákvörðun um hvernig hann var vistaður, ekki dómarinn. Is this the Judge that put Paul Manafort in SOLITARY CONFINEMENT, something that not even mobster Al Capone had to endure? How did she treat Crooked Hillary Clinton? Just asking! https://t.co/Fe7XkepJNN— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 12, 2020 Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Trump forseta við inngripi dómsmálaráðuneytisins í mál Stone í dag.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37 Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45 Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Roger Stone sakfelldur fyrir að hafa logið að bandaríska þinginu Roger Stone, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, var á föstudag sakfelldur fyrir að hafa logið sjö sinnum að bandaríska þinginu, hindrað rannsókn og að hafa reynt að hafa áhrif á framburð vitna. 16. nóvember 2019 13:37
Bandamenn, ráðgjafar og Rússar: Hér eru þeir sem Mueller ákærði í Rússarannsókninni Sex bandamenn og ráðgjafar Donalds Trump hafa þegar verið ákærðir í Rússarannsókninni sem nú er lokið. Í ljós á eftir að koma hvað Mueller hefur að segja um framferði annarra sem tengjast Bandaríkjaforseta. 22. mars 2019 23:45
Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Roger Stone, ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. 22. febrúar 2019 08:34