Enn ein rannsóknin á rannsókninni sett á laggirnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2019 10:15 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Rannsókninni er meðal annars ætlað að varpa ljósi á það hvort upplýsingaöflun varðandi framboð Donald Trump, forseta, og eftirlit með fyrrverandi starfsmönnum framboðsins hafi brotið lög. Nú þegar er innra eftirlit Dómsmálaráðuneytisins að rannsaka málið og innra eftirlit Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) einnig. Þetta er því þriðja rannsóknin á uppruna Rússarannsóknarinnar. Þar að auki hafa þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, þar sem þeir eru í meirihluta, gefið í skyn að þeir vilji einnig rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að njósnað hafi verið um framboðið. Barr sagðist einnig í síðasta mánuði trúa því að „njósnir“ hafi farið fram en dró svo í land með þær ásakanir. Að undanförnu hafa Trump-liðar sérstaklega gagnrýnt eftirlit með með Carter Page og George Papadopoulos, sem báðir störfuðu hjá forsetaframboði Trump. FBI fékk heimild til að fylgjast með Carter Page árið 2016, sem þá var fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump. New York Times sagði nýverið frá því að FBI hefði sent útsendara í dulargervi til að ræða við George Papadopoulos, ráðgjafa hjá framboðinu, eftir að hann sagði áströlskum erindreka frá því að Rússar sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, áður en það var opinbert.Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem skipaður var af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að ekki sé rétt að kalla rannsókn á starfsmönnum framboðs Trump „njósnir“. Hann sagðist engar vísbendingar hafa séð um að nokkuð ólöglegt hafi farið fram.Sjá einnig: Yfirmaður FBI segir engar vísbendingar um að „njósnað“ hafi verið um framboð TrumpSamkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefur Barr skipað saksóknarann John Durham sem yfirmann nýjustu rannsóknarinnar. Hann var tilnefndur í embætti alríkissaksóknara af Trump og staðfestur í embætti af öllum öldungadeildarþingmönnum í fyrra.Durham hefur rannsakað spillingarmál innan lögregluembætta, eyðileggingu gagna innan CIA og tengsl starfsmanna FBI í Boston við glæpamenn og þykir harður í horn að taka. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur opnað nýja rannsókn á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Rannsókninni er meðal annars ætlað að varpa ljósi á það hvort upplýsingaöflun varðandi framboð Donald Trump, forseta, og eftirlit með fyrrverandi starfsmönnum framboðsins hafi brotið lög. Nú þegar er innra eftirlit Dómsmálaráðuneytisins að rannsaka málið og innra eftirlit Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) einnig. Þetta er því þriðja rannsóknin á uppruna Rússarannsóknarinnar. Þar að auki hafa þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, þar sem þeir eru í meirihluta, gefið í skyn að þeir vilji einnig rannsaka uppruna Rússarannsóknarinnar. Trump sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að njósnað hafi verið um framboðið. Barr sagðist einnig í síðasta mánuði trúa því að „njósnir“ hafi farið fram en dró svo í land með þær ásakanir. Að undanförnu hafa Trump-liðar sérstaklega gagnrýnt eftirlit með með Carter Page og George Papadopoulos, sem báðir störfuðu hjá forsetaframboði Trump. FBI fékk heimild til að fylgjast með Carter Page árið 2016, sem þá var fyrrverandi starfsmaður framboðs Trump. New York Times sagði nýverið frá því að FBI hefði sent útsendara í dulargervi til að ræða við George Papadopoulos, ráðgjafa hjá framboðinu, eftir að hann sagði áströlskum erindreka frá því að Rússar sætu á upplýsingum um Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, áður en það var opinbert.Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem skipaður var af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að ekki sé rétt að kalla rannsókn á starfsmönnum framboðs Trump „njósnir“. Hann sagðist engar vísbendingar hafa séð um að nokkuð ólöglegt hafi farið fram.Sjá einnig: Yfirmaður FBI segir engar vísbendingar um að „njósnað“ hafi verið um framboð TrumpSamkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar hefur Barr skipað saksóknarann John Durham sem yfirmann nýjustu rannsóknarinnar. Hann var tilnefndur í embætti alríkissaksóknara af Trump og staðfestur í embætti af öllum öldungadeildarþingmönnum í fyrra.Durham hefur rannsakað spillingarmál innan lögregluembætta, eyðileggingu gagna innan CIA og tengsl starfsmanna FBI í Boston við glæpamenn og þykir harður í horn að taka.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. 9. maí 2019 23:00
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10