Sjerpar deila á áform um að hreinsa til á Everest-tindi Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 13:23 Sólin gægist á bak við tind Everest-fjalls. Göngufólk skilur eftir mikið af rusli á fjallinu og þá er þar fjöldi líka fjallgöngumanna sem hafa farist á leiðinni. Vísir/Getty Áform nepalskra stjórnvalda um að ráðast í hreinsunarstarf á Everest-fjalli og fleiri fjallstindum sæta gagnrýni frá sjerpum sem fullyrða að hermenn sem eiga að sjá um fjarlægja rusl skorti kunnáttu til að klífa hæstu tinda svæðisins. Til stendur að fjarlægja um 35 tonn af rusli af Everest-fjalli og fimm öðrum Himalajatindum. Nepölsk stjórnvöld ætla að fela hernum og sjá um hreinsunarstarfið og verja til þess um 7,5 milljónum dollara, jafnvirði um 950 milljóna íslenskra króna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjerpar, sem hafa séð um leiðsögn um fjallstindana um áratugaskeið, eru ekki ánægðir með þessi áform. Kami Rita Sjerpa, sem hefur klifið Everest 24 sinnum, oftar en nokkur annar, segist að hermenn skorti kunnáttu til að komast á tindana sem á að hreinsa. Hann vill að stjórnvöld fái frekar sjerpa til þess að týna upp ruslið og greiði þeim sanngjörn laun fyrir. „Aðeins sjerpaleiðsögumenn og burðarmenn geta gert það. Þeir ættu að fá almennilega umbun til að hreinsa fjöllin,“ segir hann. Fjallgöngumenn skilja gjarnan eftir alls kyns búnað á fjöllunum sem þeir klífa, þar á meðal súrefnis- og gaskúta, fjallgöngubúnað og matvælaumbúðir. Auk þess láta nokkrir þeirra lífið á hverju ári. Lík þeirra eru í mörgum tilfellum skilin eftir á fjallinu og verða þau flutt niður í hreinsunarstarfinu sem stendur fyrir dyrum. Ellefu fjallgöngumenn fórust á Everest í fyrra. Ang Tshering Sjerpa, fyrrverandi forseti Fjallgöngumannasambands Nepals, segir að erfitt verði að koma sorpi og líkum niður af fjöllunum, jafnvel fyrir sjerpa. „Það er virkilega erfitt að færa þunga kúta eða lík úr efri búðunum. Sjerpar hætta oft lífi sínu til þess. Flest frosnu líkanna geta vegið allt að 150 kíló og það virðist ómögulegt fyrir sjerpa að bera niður,“ segir hann við BBC í Nepal. Auk Everest-fjalls ætla nepölsk stjórnvöld að hreinsa til á fjöllunum Lhotse, Umpor, Amadablam, Makalu og Dhaulagiri. Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Einnota plast bannað í námunda við Everest Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest 21. ágúst 2019 15:49 Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. 30. maí 2019 10:27 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Áform nepalskra stjórnvalda um að ráðast í hreinsunarstarf á Everest-fjalli og fleiri fjallstindum sæta gagnrýni frá sjerpum sem fullyrða að hermenn sem eiga að sjá um fjarlægja rusl skorti kunnáttu til að klífa hæstu tinda svæðisins. Til stendur að fjarlægja um 35 tonn af rusli af Everest-fjalli og fimm öðrum Himalajatindum. Nepölsk stjórnvöld ætla að fela hernum og sjá um hreinsunarstarfið og verja til þess um 7,5 milljónum dollara, jafnvirði um 950 milljóna íslenskra króna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sjerpar, sem hafa séð um leiðsögn um fjallstindana um áratugaskeið, eru ekki ánægðir með þessi áform. Kami Rita Sjerpa, sem hefur klifið Everest 24 sinnum, oftar en nokkur annar, segist að hermenn skorti kunnáttu til að komast á tindana sem á að hreinsa. Hann vill að stjórnvöld fái frekar sjerpa til þess að týna upp ruslið og greiði þeim sanngjörn laun fyrir. „Aðeins sjerpaleiðsögumenn og burðarmenn geta gert það. Þeir ættu að fá almennilega umbun til að hreinsa fjöllin,“ segir hann. Fjallgöngumenn skilja gjarnan eftir alls kyns búnað á fjöllunum sem þeir klífa, þar á meðal súrefnis- og gaskúta, fjallgöngubúnað og matvælaumbúðir. Auk þess láta nokkrir þeirra lífið á hverju ári. Lík þeirra eru í mörgum tilfellum skilin eftir á fjallinu og verða þau flutt niður í hreinsunarstarfinu sem stendur fyrir dyrum. Ellefu fjallgöngumenn fórust á Everest í fyrra. Ang Tshering Sjerpa, fyrrverandi forseti Fjallgöngumannasambands Nepals, segir að erfitt verði að koma sorpi og líkum niður af fjöllunum, jafnvel fyrir sjerpa. „Það er virkilega erfitt að færa þunga kúta eða lík úr efri búðunum. Sjerpar hætta oft lífi sínu til þess. Flest frosnu líkanna geta vegið allt að 150 kíló og það virðist ómögulegt fyrir sjerpa að bera niður,“ segir hann við BBC í Nepal. Auk Everest-fjalls ætla nepölsk stjórnvöld að hreinsa til á fjöllunum Lhotse, Umpor, Amadablam, Makalu og Dhaulagiri.
Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Einnota plast bannað í námunda við Everest Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest 21. ágúst 2019 15:49 Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. 30. maí 2019 10:27 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52
Einnota plast bannað í námunda við Everest Nepölsk yfirvöld hafa tekið þá ákvörðun að banna notkun einnota plasts í námunda við hæsta fjall í heimi, Everest 21. ágúst 2019 15:49
Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. 30. maí 2019 10:27
Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09
Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03