Íslenski boltinn

Nýja KSÍ-merkið fær falleinkunn á Twitter: „Vonandi borguðu þeir engum fyrir þetta“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nýja KSÍ-merkið. Þetta er merki sambandsins en merki landsliða Íslands verður kynnt í vor.
Nýja KSÍ-merkið. Þetta er merki sambandsins en merki landsliða Íslands verður kynnt í vor. KSÍ

Nýtt merki sem Knattspyrnusamband Íslands kynnti í dag hefur ekki vakið stormandi lukku, allavega miðað við viðbrögðin á Twitter. Raunar virðast flestir vera fremur ósáttir við merkið.

Auglýsingastofan Brandenburg hannaði merkið. Á síðasta ári ákvað KSÍ að ráðast í endurmörkum á sínum auðkennum í samstarfi við Brandenburg eins og fram kom á heimasíðu sambandsins á þeim tíma.

Margir hafa lýst skoðun sinni á nýja merkinu á Twitter. Þeirra á meðal er Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net. Hann minnir á að þetta merki verði ekki á nýju landsliðstreyjunni en segir að það sé ekki gott.


Nik Chamberlain, þjálfari kvennaliðs Þróttar, segist vona að KSÍ hafi ekki borgað neinum fyrir að hanna þetta merki og það líti út eins og það sé úr tölvuleik frá síðustu öld.


Nýja merkið heillaði Njarðvíkinginn Teit Örlygsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds, heldur ekki upp úr skónum.


Hér fyrir neðan má sjá fleiri viðbrögð við merkinu umdeilda.

Sumir synda þó gegn straumnum og hrósa nýja merkinu.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.