Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 14:15 Flugvélarflakið er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Vísir/Landmælingar Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að rýma Sólheimasand vegna óveðurs. Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, segir það hafa gengið vel að smala ferðamönnum af svæðinu og þeir hafi unnið að því í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. „Það er alls ekkert ferðaveður þarna,“ segir Orri í samtali við fréttastofu þegar hann er spurður um aðstæður. Mikill vindur sé á svæðinu og veðrið fari versnandi. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ferðamenn hefðu tekið fálega í viðvaranir og margir hverjir lagt af stað þrátt fyrir það fyrr í dag. Sagðist hann hafa tjáð ungu pari frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinum vegna veðurs í janúar en það hafi ekki haft mikil áhrif á ferðaplön þeirra. „Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem björgunarsveitin er kölluð út til þess að smala ferðamönnum burt af sandinum vegna veðurs. Að sögn lögreglunnar er það gert þar sem hún vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi banaslyssins sem varð í janúar. Gular viðvaranir tóku gildi í hádeginu á Suðurlandinu og segir Orri skafrenning vera á svæðinu. Því sé ekki ráðlagt að fólk sé á ferli á meðan viðvörunin sé í gildi. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að rýma Sólheimasand vegna óveðurs. Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, segir það hafa gengið vel að smala ferðamönnum af svæðinu og þeir hafi unnið að því í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. „Það er alls ekkert ferðaveður þarna,“ segir Orri í samtali við fréttastofu þegar hann er spurður um aðstæður. Mikill vindur sé á svæðinu og veðrið fari versnandi. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ferðamenn hefðu tekið fálega í viðvaranir og margir hverjir lagt af stað þrátt fyrir það fyrr í dag. Sagðist hann hafa tjáð ungu pari frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinum vegna veðurs í janúar en það hafi ekki haft mikil áhrif á ferðaplön þeirra. „Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem björgunarsveitin er kölluð út til þess að smala ferðamönnum burt af sandinum vegna veðurs. Að sögn lögreglunnar er það gert þar sem hún vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi banaslyssins sem varð í janúar. Gular viðvaranir tóku gildi í hádeginu á Suðurlandinu og segir Orri skafrenning vera á svæðinu. Því sé ekki ráðlagt að fólk sé á ferli á meðan viðvörunin sé í gildi.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00
Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00