Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 14:15 Flugvélarflakið er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Vísir/Landmælingar Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að rýma Sólheimasand vegna óveðurs. Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, segir það hafa gengið vel að smala ferðamönnum af svæðinu og þeir hafi unnið að því í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. „Það er alls ekkert ferðaveður þarna,“ segir Orri í samtali við fréttastofu þegar hann er spurður um aðstæður. Mikill vindur sé á svæðinu og veðrið fari versnandi. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ferðamenn hefðu tekið fálega í viðvaranir og margir hverjir lagt af stað þrátt fyrir það fyrr í dag. Sagðist hann hafa tjáð ungu pari frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinum vegna veðurs í janúar en það hafi ekki haft mikil áhrif á ferðaplön þeirra. „Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem björgunarsveitin er kölluð út til þess að smala ferðamönnum burt af sandinum vegna veðurs. Að sögn lögreglunnar er það gert þar sem hún vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi banaslyssins sem varð í janúar. Gular viðvaranir tóku gildi í hádeginu á Suðurlandinu og segir Orri skafrenning vera á svæðinu. Því sé ekki ráðlagt að fólk sé á ferli á meðan viðvörunin sé í gildi. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að rýma Sólheimasand vegna óveðurs. Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, segir það hafa gengið vel að smala ferðamönnum af svæðinu og þeir hafi unnið að því í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. „Það er alls ekkert ferðaveður þarna,“ segir Orri í samtali við fréttastofu þegar hann er spurður um aðstæður. Mikill vindur sé á svæðinu og veðrið fari versnandi. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ferðamenn hefðu tekið fálega í viðvaranir og margir hverjir lagt af stað þrátt fyrir það fyrr í dag. Sagðist hann hafa tjáð ungu pari frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinum vegna veðurs í janúar en það hafi ekki haft mikil áhrif á ferðaplön þeirra. „Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem björgunarsveitin er kölluð út til þess að smala ferðamönnum burt af sandinum vegna veðurs. Að sögn lögreglunnar er það gert þar sem hún vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi banaslyssins sem varð í janúar. Gular viðvaranir tóku gildi í hádeginu á Suðurlandinu og segir Orri skafrenning vera á svæðinu. Því sé ekki ráðlagt að fólk sé á ferli á meðan viðvörunin sé í gildi.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00
Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00