Erlent

Drauga­skip rak á land á Ír­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Skipið fannst mannlaust á miðju Atlantshafi síðasta sumar.
Skipið fannst mannlaust á miðju Atlantshafi síðasta sumar. HMS Protector

Draugaskip sem hefur rekið á hafi úti í rúmt ár rak á land á Írlandi um helgina. Það var í óveðrinu Dennis sem skipinu MV Alta skolaði á land nærri fiskiþorpinu Ballycotton á suðurströnd landsins.

Guardian greinir frá því að hið 77 metra langa skip hafi lagt úr höfn á Grikklandi í september 2018 þar sem förinni var heitið til Haítí. Skipið varð hins vegar fyrir skemmdum skammt frá Bermúda og þurfti að koma áhöfninni frá borði.

Stóð þá til að toga skipið til Gvæjana, en aldrei varð út því. Ekkert var vitað um örlög skipsins fram í ágúst á síðasta ári þegar skipið fannst ómannað á Atlantshafinu miðju.

Írska strandgæslan rannsakar nú skipið á strandstað, en skipið var smíðað árið 1976 og sigldi undir tansanískum fána.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×