Ræða tillögu um að gera Pútín friðhelgan fyrir lífstíð Kjartan Kjartansson skrifar 18. febrúar 2020 17:34 Starfslýsing Pútín gæti breyst úr því að hann sé þjóðhöfðingi í að hann verði æðsti leiðtogi Rússlands. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gæti notið friðhelgi frá saksókn jafnvel þegar og ef hann lætur af völdum ef tillaga um stjórnarskrárbreytingu sem rússneska þingið hefur til umfjöllunar verður samþykkt. Á meðal annarra tillagna sem þingið gaumgæfir er að útnefna Pútín „æðsta leiðtoga“ Rússlands. Fyrrverandi forsetar yrðu gerðir að öldungadeildarþingmönnum fyrir lífstíð samkvæmt tillögunum sem starfshópur rússneska þingsins fer nú yfir. Þingmenn beggja deilda rússneska þingsins njóta friðhelgi fyrir saksókn. Pavel Krasjennikov, varaformaður starfshópsins, staðfesti að þetta væri til skoðunar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Forseti Rússlands, þegar hann hefur látið af völdum, er friðhelgur,“ sagði Krasjennikov um tillögurnar sem eru til skoðunar. Starfshópurinn fer nú yfir ýmsar tillögur að breytingum á stjórnarskrá eftir að Pútín kynnti umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands í síðasta mánuði. Tillögur Pútín myndu færa völd frá forsetaembættinu og er talið að þeim sé ætlað að gera honum kleift að halda í völdin eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að geta boðið sig fram til forseta eftir það. Neðri deild þingsins hefur þegar samþykkt tillögur Pútín um breytingar á forsetaembættinu. Til þess að hugmyndir starfshópsins verði að lögum þarf neðri deildin að samþykkja þær í tveimur atkvæðagreiðslum áður en þær ganga til efri deildarinnar. Héraðsþings fengju tillögurnar til umsagnar en þær yrðu svo sendar Pútín til undirskriftar. Pútín, sem hefur verið við völd í tuttugu ár, hefur haldið því fram að hann muni halda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar en engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir hana. Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. 23. janúar 2020 11:59 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gæti notið friðhelgi frá saksókn jafnvel þegar og ef hann lætur af völdum ef tillaga um stjórnarskrárbreytingu sem rússneska þingið hefur til umfjöllunar verður samþykkt. Á meðal annarra tillagna sem þingið gaumgæfir er að útnefna Pútín „æðsta leiðtoga“ Rússlands. Fyrrverandi forsetar yrðu gerðir að öldungadeildarþingmönnum fyrir lífstíð samkvæmt tillögunum sem starfshópur rússneska þingsins fer nú yfir. Þingmenn beggja deilda rússneska þingsins njóta friðhelgi fyrir saksókn. Pavel Krasjennikov, varaformaður starfshópsins, staðfesti að þetta væri til skoðunar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Forseti Rússlands, þegar hann hefur látið af völdum, er friðhelgur,“ sagði Krasjennikov um tillögurnar sem eru til skoðunar. Starfshópurinn fer nú yfir ýmsar tillögur að breytingum á stjórnarskrá eftir að Pútín kynnti umfangsmiklar breytingar á stjórnskipan Rússlands í síðasta mánuði. Tillögur Pútín myndu færa völd frá forsetaembættinu og er talið að þeim sé ætlað að gera honum kleift að halda í völdin eftir að núverandi kjörtímabili hans lýkur árið 2024. Samkvæmt núverandi stjórnarskrá ætti Pútín ekki að geta boðið sig fram til forseta eftir það. Neðri deild þingsins hefur þegar samþykkt tillögur Pútín um breytingar á forsetaembættinu. Til þess að hugmyndir starfshópsins verði að lögum þarf neðri deildin að samþykkja þær í tveimur atkvæðagreiðslum áður en þær ganga til efri deildarinnar. Héraðsþings fengju tillögurnar til umsagnar en þær yrðu svo sendar Pútín til undirskriftar. Pútín, sem hefur verið við völd í tuttugu ár, hefur haldið því fram að hann muni halda þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingarnar en engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir hana.
Rússland Tengdar fréttir Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45 Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. 23. janúar 2020 11:59 Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59 Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Rússar fá nýjan forsætisráðherra Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar. 16. janúar 2020 18:45
Dúman samþykkti drög að stjórnarskrárbreytingum eftir stuttar umræður Þingmenn Rússlands samþykktu samhljóða í morgun drög að stjórnarskrárbreytingum Vladimir Pútín, forseta landsins, er fyrsta umræðan um breytingarnar fór fram. 23. janúar 2020 11:59
Ríkisstjórn Rússlands segir af sér Dimitry Medvedev, forsætisráðherra, segist vilja veita Vladimir Pútín, forseta, svigrúm til að gera umfangsmiklar breytingar á stjórnarskrá Rússlands. 15. janúar 2020 13:59
Pútín við völd í tuttugu ár Tuttugu ár eru liðin á morgun frá því Vladímír Pútín tók fyrst við embætti forseta Rússlands. Hann hefur stýrt landinu allar götur síðan þrátt fyrir stjórnarskrárákvæði um að forsetar megi ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. 30. desember 2019 20:00