Erlent

Rússar fá nýjan forsætisráðherra

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hinn nýi forsætisráðherra var áður skattstjóri.
Hinn nýi forsætisráðherra var áður skattstjóri. Vísir/AP

Rússneska þingið samþykkti skipan nýs forsætisráðherra í dag. Ríkisstjórn Dímítrís Medvedev sagði óvænt af sér í gær er Pútín forseti tilkynnti um tillögur sínar um stjórnarskrárbreytingar.

Mikhaíl Misjústín er ekki sérstaklega þekktur utan Rússlands. Undanfarin tíu ár hefur hann gegnt stöðu skattstjóra en nú er hann orðinn forsætisráðherra. Ástæðan er sú að Medvedev vildi gefa Pútín svigrúm til að gera miklar breytingar á rússnesku stjórnarskránni.

Pútín hefur meðal annars lagt til að færa völd forsetaembættisins til þingsins og annarra stofnanna. Þetta þýðir að forsætisráðherraembættið yrði mun valdameira, ef breytingarnar eru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu, og þjóðaröryggisráð landsins sömuleiðis. Stjórnmálaskýrendur telja að markmið Pútíns sé að halda þannig völdum eftir kjörtímabilið en hann má samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum 2024. Gæti sum sé orðið valdamikill forsætisráðherra.

Mísjústín ávarpaði þingið í dag og útlistaði stefnumál sín. Enginn greiddi atkvæði gegn skipan Mísjústíns en þingmenn Kommúnistaflokksins sátu hjá.  
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.