Bloomberg nú með næstmestan stuðning á eftir Sanders Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2020 23:30 Michael Bloomberg hlýtur að vera ánægður með þessar fregnir. Vísir/Ap Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. Könnunin var framkvæmd á landsvísu og kannaði stuðning skráðra Demókrata og óháðra til forsetaefna Demókrataflokksins. 25% svarenda sögðust styðja Bernie Sanders, 17% Michael Bloomberg, 13% Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, 11% Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, 9% öldungadeildarþingmanninn Elizabeth Warren og 5% öldungadeildarþingmanninn Amy Klobuchar. Sanders hefur aukið forskot sitt í forvali Demókrata í Bandaríkjunum síðustu daga og vikur ef marka má kannanir. Athygli vekur hins vegar að Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, mælist nú með meiri stuðning en Joe Biden sem naut lengst framan af mests stuðnings innan flokksins. Fylgi Bloomberg hefur vakið athygli stjórnmálagreinanda vestanhafs í ljósi þess að hann bættist mjög seint í hóp frambjóðenda og tók ekki þátt í fyrstu fjórum forvölum flokksins. Bloomberg hefur í stað þess frekar beint sjónum sínum að stærri ríkjum og nýtt þar gífurleg auðæfi sín í kosningabaráttunni. Talið er að kosningaframboð hans hafi nú keypt auglýsingar að andvirði þrjú hundruð milljóna Bandaríkjadala. Telja spekingar að hann reyni nú að staðsetja sig sem öruggan valkost miðjumanna í flokknum sem séu andsnúnir róttækari stefnu Bernie Sanders. Samkvæmt tölum sem teknar voru saman af Axios hefur kosningaframboð Bloomberg eytt hátt í þrisvar sinnum hærri upphæð í auglýsingar frá upphafi síðasta árs en allir aðrir frambjóðendur flokksins til samans. Þá hafa forsvarsmenn framboðsins sagt ítrekað að þeir muni verja „hverju sem þarf“ til þess að sigra Donald Trump Bandaríkjaforseta í komandi forsetakosningum í nóvember næstkomandi. Á morgun mun Bloomberg taka þátt í kappræðum forsetaefna flokksins í fyrsta sinn. Má fastlega reikna með því að margir andstæðingar hans muni halda uppteknum hætti og saka hann um að nýta gríðarleg auðæfi sín til þess að komast til valda. Sitjandi forseti hefur sömuleiðis gert fjárútlát Bloomberg að umtalsefni sínu á Twitter en þess má minnast að hann ætti sjálfur að kannast við þá gagnrýni sem nú beinist að hinum fyrrverandi borgarstjóra. .....Mini is illegally buying the Democrat Nomination. They are taking it away from Bernie again. Mini Mike, Major Party Nominations are not for sale! Good luck in the debate tomorrow night and remember, no standing on boxes!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2020 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg mælist nú með næstmestan stuðning meðal Demókrata á eftir öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var af fréttaveitunni Reuters. Könnunin var framkvæmd á landsvísu og kannaði stuðning skráðra Demókrata og óháðra til forsetaefna Demókrataflokksins. 25% svarenda sögðust styðja Bernie Sanders, 17% Michael Bloomberg, 13% Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, 11% Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóra South Bend í Indiana, 9% öldungadeildarþingmanninn Elizabeth Warren og 5% öldungadeildarþingmanninn Amy Klobuchar. Sanders hefur aukið forskot sitt í forvali Demókrata í Bandaríkjunum síðustu daga og vikur ef marka má kannanir. Athygli vekur hins vegar að Bloomberg, sem er fyrrverandi borgarstjóri New York-borgar, mælist nú með meiri stuðning en Joe Biden sem naut lengst framan af mests stuðnings innan flokksins. Fylgi Bloomberg hefur vakið athygli stjórnmálagreinanda vestanhafs í ljósi þess að hann bættist mjög seint í hóp frambjóðenda og tók ekki þátt í fyrstu fjórum forvölum flokksins. Bloomberg hefur í stað þess frekar beint sjónum sínum að stærri ríkjum og nýtt þar gífurleg auðæfi sín í kosningabaráttunni. Talið er að kosningaframboð hans hafi nú keypt auglýsingar að andvirði þrjú hundruð milljóna Bandaríkjadala. Telja spekingar að hann reyni nú að staðsetja sig sem öruggan valkost miðjumanna í flokknum sem séu andsnúnir róttækari stefnu Bernie Sanders. Samkvæmt tölum sem teknar voru saman af Axios hefur kosningaframboð Bloomberg eytt hátt í þrisvar sinnum hærri upphæð í auglýsingar frá upphafi síðasta árs en allir aðrir frambjóðendur flokksins til samans. Þá hafa forsvarsmenn framboðsins sagt ítrekað að þeir muni verja „hverju sem þarf“ til þess að sigra Donald Trump Bandaríkjaforseta í komandi forsetakosningum í nóvember næstkomandi. Á morgun mun Bloomberg taka þátt í kappræðum forsetaefna flokksins í fyrsta sinn. Má fastlega reikna með því að margir andstæðingar hans muni halda uppteknum hætti og saka hann um að nýta gríðarleg auðæfi sín til þess að komast til valda. Sitjandi forseti hefur sömuleiðis gert fjárútlát Bloomberg að umtalsefni sínu á Twitter en þess má minnast að hann ætti sjálfur að kannast við þá gagnrýni sem nú beinist að hinum fyrrverandi borgarstjóra. .....Mini is illegally buying the Democrat Nomination. They are taking it away from Bernie again. Mini Mike, Major Party Nominations are not for sale! Good luck in the debate tomorrow night and remember, no standing on boxes!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 18, 2020
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15
Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. 12. febrúar 2020 20:00