Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. febrúar 2020 20:00 Svona skiptust atkvæðin í New Hampshire. Vísir/Hafsteinn Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. Atkvæðin skiptust eins og sjá má hér að ofan. Sanders efstur og Buttigieg annar. Klobuchar og Warren öldungadeildarþingmenn þar á eftir og svo Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Buttigieg og Sanders eru aftur í efstu sætunum, rétt eins og í Iowa í síðustu viku. Þá var Buttigieg efstur og Sanders annar. Reyndar eru endanlegar niðurstöður ekki enn komnar. Frambjóðendurnir tveir hafa farið fram á endurskoðun hluta atkvæða. Donald Trump forseti var svo efstur hjá Repúblikönum eins og búist var við. Sigrar og töp Niðurstöðurnar eru góðar fyrir Sanders, Buttigieg og Klobuchar en sú síðastnefnda stóð sig tæplega tvöfalt betur en kannanir bentu til. Þetta eru þó afleit tíðindi fyrir Warren og Biden. Hvorugt þeirra vann sér inn fulltrúa á landsfund Demókrata, en þeir sjá formlega um val á frambjóðandanum. Sanders og Buttigieg fá níu og Klobuchar sex fulltrúa frá New Hampshire. Eftir fyrstu tvö ríkin er staðan því þessi: Buttigieg með 22, Sanders 21, Warren 8, Klobuchar 7 og Biden 6. Sanders er reyndar með flest atkvæði, en sökum misvægis þeirra í Iowa eftir svæðum fékk Buttigieg fleiri fulltrúa. Að minnsta kosti ef endurskoðun atkvæða leiðir ekki annað í ljós. Nóg eftir Prófkjörið er þó bara rétt að byrja. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir Sanders líklegastan til að vinna Nevada, sem kýs þann 22. febrúar. Sanders er sömuleiðis talinn líklegastur í Suður-Karólínu þann 29. Fjórtán ríki greiða atkvæði á hinum svokallaða ofurþriðjudegi, 3. mars. FiveThirtyEight segir sigur Sanders líklegan í þrettán þeirra. Biden sé hins vegar sigurstranglegastur í einu, Alabama. Þetta gæti vissulega breyst á næstu vikum og alls ekki víst að spáin rætist enda mismargar kannanir verið gerðar í þessum ríkjum. Við þetta má bæta að hagur Biden gæti vænkast í næstu ríkjum. Mun hærra hlutfall kjósenda Iowa og New Hampshire er hvítt en víðast hvar annars staðar. Biden hefur verið að mælast vel hjá kjósendum öðrum en hvítum á meðan Buttigieg og Klobuchar hafa mælst illa hjá þeim hópum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. Atkvæðin skiptust eins og sjá má hér að ofan. Sanders efstur og Buttigieg annar. Klobuchar og Warren öldungadeildarþingmenn þar á eftir og svo Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Buttigieg og Sanders eru aftur í efstu sætunum, rétt eins og í Iowa í síðustu viku. Þá var Buttigieg efstur og Sanders annar. Reyndar eru endanlegar niðurstöður ekki enn komnar. Frambjóðendurnir tveir hafa farið fram á endurskoðun hluta atkvæða. Donald Trump forseti var svo efstur hjá Repúblikönum eins og búist var við. Sigrar og töp Niðurstöðurnar eru góðar fyrir Sanders, Buttigieg og Klobuchar en sú síðastnefnda stóð sig tæplega tvöfalt betur en kannanir bentu til. Þetta eru þó afleit tíðindi fyrir Warren og Biden. Hvorugt þeirra vann sér inn fulltrúa á landsfund Demókrata, en þeir sjá formlega um val á frambjóðandanum. Sanders og Buttigieg fá níu og Klobuchar sex fulltrúa frá New Hampshire. Eftir fyrstu tvö ríkin er staðan því þessi: Buttigieg með 22, Sanders 21, Warren 8, Klobuchar 7 og Biden 6. Sanders er reyndar með flest atkvæði, en sökum misvægis þeirra í Iowa eftir svæðum fékk Buttigieg fleiri fulltrúa. Að minnsta kosti ef endurskoðun atkvæða leiðir ekki annað í ljós. Nóg eftir Prófkjörið er þó bara rétt að byrja. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir Sanders líklegastan til að vinna Nevada, sem kýs þann 22. febrúar. Sanders er sömuleiðis talinn líklegastur í Suður-Karólínu þann 29. Fjórtán ríki greiða atkvæði á hinum svokallaða ofurþriðjudegi, 3. mars. FiveThirtyEight segir sigur Sanders líklegan í þrettán þeirra. Biden sé hins vegar sigurstranglegastur í einu, Alabama. Þetta gæti vissulega breyst á næstu vikum og alls ekki víst að spáin rætist enda mismargar kannanir verið gerðar í þessum ríkjum. Við þetta má bæta að hagur Biden gæti vænkast í næstu ríkjum. Mun hærra hlutfall kjósenda Iowa og New Hampshire er hvítt en víðast hvar annars staðar. Biden hefur verið að mælast vel hjá kjósendum öðrum en hvítum á meðan Buttigieg og Klobuchar hafa mælst illa hjá þeim hópum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira