Fótbolti

Håland 30 sekúndubrotum frá heimsmetinu í 60 metra hlaupi | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Håland er einstakt eintak.
Håland er einstakt eintak. vísir/getty

Ævintýralegur sprettur Norðmannsins Erling Braut Håland í leik Dortmund og PSG í gær hefur vakið heimsathygli. Það er góð ástæða fyrir því.

Hann tók á sprett eftir hornspyrnu og nú hefur verið mælt að hann hljóp 60 metra á 6,64 sekúndum. Heimsmetið í 60 metra hlaupi er 6,34 sekúndur. Þessi sprettur er svo fáranlegur að það er engu líkara en að aðrir á vellinum séu sýndir hægt á meðan hann skeiðar upp völlinn.

Þessi 19 ára gamli Norðmaður er ótrúlegur íþróttamaður. Hann er ekki bara markaskorari. Pabbi hans var auðvitað atvinnumaður í fótbolta lengi en færri vita að móðir hans, Gry Marita, var Noregsmeistari í sjöþraut. Það er nóg af íþróttagenum í stráknum.

Er Håland var fimm ára þá bætti hann heimsmet í langstökki án atrennu. Hann á enn það sérkennilega heimsmet.

Strákarnir í Meistaradeildarmörkunum tóku þetta fyrir í gær. Þeir verða aftur á ferðinni í kvöld klukkan 19.15.

Klippa: Håland á fræknum spretti


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.