Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 10:30 Erling Braut Håland fagnar sigrinum á PSG í gær með félögum sínum í Dortmund. Getty/Erwin Spek Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. Erling Braut Håland skoraði bæði mörk Borussia Dortmund í 2-1 sigri á Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það má sjá mörkin hans hér fyrir neðan. Mörkin hans á tímabilinu eru nú orðin 39 talsins þar af ellefu mörk í aðeins sjö leikjum með Borussia Dortmund. The real deal. Erling Haaland - the teenager with more Champions League goals than Barcelona.https://t.co/Kxfr3oBOxGpic.twitter.com/kbxWxnZEkg— BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2020 Eftir þessi tvö mörk í gærkvöldi er Erling Braut Håland búinn að skora tíu mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. Þessi nítján ára strákur er þannig búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili en allt Barcelona liðið til samans. Barcelona hefur skorað 9 mörk samanlagt í sex leikjum sínum í Meistaradeildinni en á reyndar inni einn leik á Erling Braut Håland. Atlético Madrid (9 mörk), Valencia (9 mörk), Lyon (9 mörk) og Atalanta (8 mörk) hafa líka skorað færri mörk en Norðmaðurinn öflugi. Erling Braut Håland var fjórum leikjum á undan í sitt tíunda Meistaradeildarmark en fyrri methafi og er eini táningurinn í sögunni sem nær að skora tíu mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni. Kylian Mbappe, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi byrjuðu allir snemma að láta af sér kveða en enginn þeirra náði þessu. 39 goals in 28 games this season 11 goals in 7 games since joining Dortmund Joint top scorer in the Champions League Fastest player ever to reach 10 Champions League goals@ErlingHaaland is ridiculous. pic.twitter.com/CmhmpfEjIr— B/R Football (@brfootball) February 18, 2020 Håland er fyrsti leikmaðurinn í glæsilegri sögu Borussia Dortmund sem nær að skora í fyrsta deildarleiknum, fyrsta bikarleiknum og fyrsta Meistaradeildarleiknum. Hann er þegar kominn með ellefu mörk fyrir þýska félagið þrátt fyrir að hafa spilað „aðeins“ í 450 mínútur í búningi félagsins. Það þýðir mark á 41 mínútna fresti sem leikmaður Borussia Dortmund.Flest mörk í Meistaradeildinni 2019-20: 1. Erling Braut Håland, Red Bull Salzburg og Dortmund 10 1. Robert Lewandowski, Bayern München 10 3. Harry Kane, Tottenham 6 4. Kylian Mbappé, Paris Saint-Germain 5 4. Son Heung-min, Tottenham 4 4. Memphis Depay, Lyon 4 4. Mauro Icardi, Paris Saint-Germain 4 4. Raheem Sterling, Manchester City 4 4. Dries Mertens, Napoli 4 4. Lautaro Martínez, Internazionale 4 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Sjá meira
Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. Erling Braut Håland skoraði bæði mörk Borussia Dortmund í 2-1 sigri á Paris Saint Germain í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það má sjá mörkin hans hér fyrir neðan. Mörkin hans á tímabilinu eru nú orðin 39 talsins þar af ellefu mörk í aðeins sjö leikjum með Borussia Dortmund. The real deal. Erling Haaland - the teenager with more Champions League goals than Barcelona.https://t.co/Kxfr3oBOxGpic.twitter.com/kbxWxnZEkg— BBC Sport (@BBCSport) February 19, 2020 Eftir þessi tvö mörk í gærkvöldi er Erling Braut Håland búinn að skora tíu mörk í sjö leikjum í Meistaradeildinni. Þessi nítján ára strákur er þannig búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili en allt Barcelona liðið til samans. Barcelona hefur skorað 9 mörk samanlagt í sex leikjum sínum í Meistaradeildinni en á reyndar inni einn leik á Erling Braut Håland. Atlético Madrid (9 mörk), Valencia (9 mörk), Lyon (9 mörk) og Atalanta (8 mörk) hafa líka skorað færri mörk en Norðmaðurinn öflugi. Erling Braut Håland var fjórum leikjum á undan í sitt tíunda Meistaradeildarmark en fyrri methafi og er eini táningurinn í sögunni sem nær að skora tíu mörk á einu tímabili í Meistaradeildinni. Kylian Mbappe, Cristiano Ronaldo og Lionel Messi byrjuðu allir snemma að láta af sér kveða en enginn þeirra náði þessu. 39 goals in 28 games this season 11 goals in 7 games since joining Dortmund Joint top scorer in the Champions League Fastest player ever to reach 10 Champions League goals@ErlingHaaland is ridiculous. pic.twitter.com/CmhmpfEjIr— B/R Football (@brfootball) February 18, 2020 Håland er fyrsti leikmaðurinn í glæsilegri sögu Borussia Dortmund sem nær að skora í fyrsta deildarleiknum, fyrsta bikarleiknum og fyrsta Meistaradeildarleiknum. Hann er þegar kominn með ellefu mörk fyrir þýska félagið þrátt fyrir að hafa spilað „aðeins“ í 450 mínútur í búningi félagsins. Það þýðir mark á 41 mínútna fresti sem leikmaður Borussia Dortmund.Flest mörk í Meistaradeildinni 2019-20: 1. Erling Braut Håland, Red Bull Salzburg og Dortmund 10 1. Robert Lewandowski, Bayern München 10 3. Harry Kane, Tottenham 6 4. Kylian Mbappé, Paris Saint-Germain 5 4. Son Heung-min, Tottenham 4 4. Memphis Depay, Lyon 4 4. Mauro Icardi, Paris Saint-Germain 4 4. Raheem Sterling, Manchester City 4 4. Dries Mertens, Napoli 4 4. Lautaro Martínez, Internazionale 4
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Alfons og Willum fögnuðu sigri gegn toppliðinu Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu „Einn besti markmaður heims“ Cristiano Ronaldo leit út eins og byrjandi í boltanum Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Sjá meira