Enski boltinn

Gerrard mjög áhugasamur um það hvort enska úrvalsdeildin refsar Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard gerði slæm mistök á úrslitastundu þegar Liverpool missti af Englandsmeistaratitlinum vorið 2014.
Steven Gerrard gerði slæm mistök á úrslitastundu þegar Liverpool missti af Englandsmeistaratitlinum vorið 2014. Getty/Tom Jenkins

Steven Gerrard varð aldrei enskur meistari með Liverpool en gæti það breyst þótt að hann sé löngu hættur að spila? Sky Sports spurði Steven Gerrard út í fréttirnar um að Manchester City gæti mögulega misst enska meistaratitil sinn frá 2014.Steven Gerrard var fyrirliði Liverpool liðsins sem endaði tveimur stigum á eftir Manchester City á 2013-14 tímabilinu.Knattspyrnusamband Evrópu hefur dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota félagsins á rekstrarreglum fótboltafélaga á árunum 2012 til 2016.Manchester City gæti misst enska meistaratitilinn frá 2014 ákveði enska úrvalsdeildin að refsa félaginu fyrir þessu sömu brot.„Ég las þetta sjálfur í morgun. Við bíðum bara og sjáum til. Þetta er mjög hörð og grimm refsing hjá UEFA. Ég er viss um að þeir muni áfrýja þessu og við þurfum að bíða eftir því hvað kemur út úr því,“ sagði Steven Gerrard sem er núna knattspyrnustjóri Rangers í Skotlandi.„Í framhaldinu verður að koma í ljós hvort enska úrvalsdeildin ætli að aðhafast eitthvað. En ef við skoðum hversu hörð refsing UEFA er þá er ljóst að eitthvað hefur verið mikið rangt í gangi,“ sagði Gerrard.„Ég er mjög áhugasamur að sjá hvað kemur út úr því. Þangað til að við sjáum refsinguna hjá ensku úrvalsdeildinni þá mun ég ekki tjá mig frekar um þetta mál. Ég er samt virkilega áhugasamur af skiljanlegum ástæðum,“ sagði Steven Gerrard.„Það er alltaf hægt að segja ef eða hefði. Manchester City varð meistari. Ég get bara óskað þeim til hamingju. Þeir eru meistararnir. Þangað til að það breytist þá er þetta bara ef og hefði,“ sagði Gerrard.„Ég hef ekkert meira um þetta að segja. Það sem ég get sagt er að ég er mjög áhugasamur vegna alvarleika ásakana UEFA,“ sagði Gerrard.


Tengdar fréttir

Leikmenn Man. City kallaðir á krísufund

Forráðamenn Manchester City kölluðu leikmenn liðsins á sérstakan fund í gær í kjölfar þeirrar niðurstöðu að félagið hafði verið bannað frá Meistaradeild Evrópu næstu tvær leiktíðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.