Enn einn fyrrverandi starfsmaður CIA ákærður fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2020 10:58 Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn. Getty/Brooks Kraft Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. Maðurinn er sagður hafa selt leynilegar upplýsingar til Kína í samstarfi við ættingja sinn, sem starfaði einnig áður hjá CIA. Brot mannsins eiga að hafa staðið yfir í meira en áratug. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn CIA hafa verið ákærðir vegna njósna fyrir Kínverja á undanförnum árum. Að þessi hefur maður sem heitir Alexander Yuk Ching Ma verið ákærður. Hann er 67 ára gamall og er sagður hafa fært Kínverjum upplýsingar um starfsmenn CIA, aðgerðir þeirra og samskiptaaðferðir. Það á hann að hafa gert í samfloti með 87 ára gömlum frænda sínum, sem vann einnig hjá CIA. Sá hefur þó ekki verið ákærður vegna þess að hann þjáist af alvarlegum vitglöpum. Njósnir þeirra hófust árið 2001 og fengu þeir 50 þúsund dali frá Kína fyrir leynilegar upplýsingar. Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn, samkvæmt frétt New York Times. Í nóvember í fyrra var Jerry Chun Shing Lee dæmdur í nítján ára fangelsi vegna njósna fyrir yfirvöld í Kína. Í maí í fyrra var svo Kevin Mallory dæmdur fyrir njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Njósnir Lee leiddu meðal annars til þess að yfirvöld í Kína þurrkuðu út njósnahring Bandaríkjanna þar í landi með kerfisbundnum hætti. Það er eitt versta áfall CIA í sögu stofnunarinnar og var sömuleiðis rakið til galla í samskiptakerfi stofnunarinnar. Ma er sagður hafa útvegað Kínverjum upplýsingar um minnst tvo aðila sem taldir voru vera njósnarar í Kína. Það var árið 2006, löngu áður en njósnahringurinn var þurrkaður út. Í yfirlýsingu frá aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að njósnasaga Kína í Bandaríkjunum sé löng og því miður sé hún þakin fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem hafi svikið samstarfsmenn sína, land sitt og gildi þess til að styðja harðstjórn í Kína. Ma fæddist í Hong KOng áriðo 1952 en fluttist til Hawaii árið 1968. Þar gekk hann í skóla og varð bandarískur ríkisborgari. Hann gekk til liðs við CIA áriðo 1982 og starfaði þar til ársins 1989. Hann virðist hafa flust til Kína í nokkur ár en sneri aftur til Bandaríkjanna árið 2000. Árið 2006 hóf hann störf hjá FBI sem túlkur. Það ár færði hann eldri frænda sínum myndir af fólki sem Kínverjar töldu vera að njósna fyrir Bandaríkin. Frændinn gat bent á tvo af fimm aðilum sem höfðu verið myndaðir. Kona Ma ferðaðist síðan til Shanghai þar sem hún færði útsendurum leyniþjónusta Kína fartölvu sem innihélt leynilegar upplýsingar. Á meðan hann starfaði fyrir FBI tók hann ítrekað afrit af leynilegum skjölum sem hann átti að túlka og afhenti Kínverjum þau. Eftir að FBI kom höndum yfir leynilega upptöku af upprunalegum fundi Ma og kínverskra njósnara hafði starfsmaður FBI samband við Ma. Sá þóttist vera útsendari leyniþjónustu Kína. Þeir funduðu nokkrum sinum og viðurkenndi Ma að njósnir sínar. Bandaríkin Kína Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) hefur verið ákærður fyrir njósnir á vegum yfirvalda í Kína. Maðurinn er sagður hafa selt leynilegar upplýsingar til Kína í samstarfi við ættingja sinn, sem starfaði einnig áður hjá CIA. Brot mannsins eiga að hafa staðið yfir í meira en áratug. Þó nokkrir fyrrverandi starfsmenn CIA hafa verið ákærðir vegna njósna fyrir Kínverja á undanförnum árum. Að þessi hefur maður sem heitir Alexander Yuk Ching Ma verið ákærður. Hann er 67 ára gamall og er sagður hafa fært Kínverjum upplýsingar um starfsmenn CIA, aðgerðir þeirra og samskiptaaðferðir. Það á hann að hafa gert í samfloti með 87 ára gömlum frænda sínum, sem vann einnig hjá CIA. Sá hefur þó ekki verið ákærður vegna þess að hann þjáist af alvarlegum vitglöpum. Njósnir þeirra hófust árið 2001 og fengu þeir 50 þúsund dali frá Kína fyrir leynilegar upplýsingar. Ma, sem starfaði fyrir CIA á níunda áratug síðustu aldar og fyrir FBI á fyrsta áratug þessarar aldar, var handtekinn á föstudaginn, samkvæmt frétt New York Times. Í nóvember í fyrra var Jerry Chun Shing Lee dæmdur í nítján ára fangelsi vegna njósna fyrir yfirvöld í Kína. Í maí í fyrra var svo Kevin Mallory dæmdur fyrir njósnir fyrir yfirvöld í Kína. Njósnir Lee leiddu meðal annars til þess að yfirvöld í Kína þurrkuðu út njósnahring Bandaríkjanna þar í landi með kerfisbundnum hætti. Það er eitt versta áfall CIA í sögu stofnunarinnar og var sömuleiðis rakið til galla í samskiptakerfi stofnunarinnar. Ma er sagður hafa útvegað Kínverjum upplýsingar um minnst tvo aðila sem taldir voru vera njósnarar í Kína. Það var árið 2006, löngu áður en njósnahringurinn var þurrkaður út. Í yfirlýsingu frá aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að njósnasaga Kína í Bandaríkjunum sé löng og því miður sé hún þakin fyrrverandi starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna sem hafi svikið samstarfsmenn sína, land sitt og gildi þess til að styðja harðstjórn í Kína. Ma fæddist í Hong KOng áriðo 1952 en fluttist til Hawaii árið 1968. Þar gekk hann í skóla og varð bandarískur ríkisborgari. Hann gekk til liðs við CIA áriðo 1982 og starfaði þar til ársins 1989. Hann virðist hafa flust til Kína í nokkur ár en sneri aftur til Bandaríkjanna árið 2000. Árið 2006 hóf hann störf hjá FBI sem túlkur. Það ár færði hann eldri frænda sínum myndir af fólki sem Kínverjar töldu vera að njósna fyrir Bandaríkin. Frændinn gat bent á tvo af fimm aðilum sem höfðu verið myndaðir. Kona Ma ferðaðist síðan til Shanghai þar sem hún færði útsendurum leyniþjónusta Kína fartölvu sem innihélt leynilegar upplýsingar. Á meðan hann starfaði fyrir FBI tók hann ítrekað afrit af leynilegum skjölum sem hann átti að túlka og afhenti Kínverjum þau. Eftir að FBI kom höndum yfir leynilega upptöku af upprunalegum fundi Ma og kínverskra njósnara hafði starfsmaður FBI samband við Ma. Sá þóttist vera útsendari leyniþjónustu Kína. Þeir funduðu nokkrum sinum og viðurkenndi Ma að njósnir sínar.
Bandaríkin Kína Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent