Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2018 12:00 Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið mörg ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Vísir/Getty Eitt versta áfall Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hefur verið rakið, að hluta til, til klúðurs með samskiptabúnað stofnunarinnar. Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið mörg ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína.Samkvæmt heimildum Foreign Policy hafa rannsakendur CIA og FBI komist að þeirri niðurstöðu að Kínverjar hafi getað fylgst með samskiptum útsendara CIA við heimildarmenn í Kína. Það hafi spilað stóra rullu í lömun njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. Einnig er talið að starfsmaður CIA hafi veitt yfirvöldum Kína upplýsingar.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIAHeimildarmenn FP segja að á áðurnefndu tveggja ára tímabili hafi um 30 heimildarmenn CIA verið teknir af lífi í Kína og mögulega hafi þeir verið fleiri. Þrátt fyrir hraða öryggisstofnanna í Kína tókst CIA þó að koma einhverjum heimildarmönnum sínum úr landi.Þrír möguleikar komu til greina Sérstök rannsóknarnefnd var stofnuð til að komast að því hvað hefði komið fyrir og innihélt hún starfsmenn CIA og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Nefndin sagði þrjár möguleika kæmu til greina. Njósnari útvegaði yfirvöldum Kína nöfn heimildarmannanna. Mistök hefðu verið gerð af útsendurum CIA í Kína og að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA. Niðurstaða nefndarinnar var að samspil allra þriggja þátta hefði verið um að ræða. Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður CIA, var handtekinn árið 2017 eftir áralanga rannsókn FBI. Hann hefur verið ákærður fyrir að veita njósnurum Kína upplýsingar um starfsemi CIA þar í landi. Svik Lee ein og sér útskýra þó ekki hvað kom fyrir í Kína. Hann bjó ekki yfir upplýsingum um nöfn heimildarmanna CIA.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í KínaNjósnarar CIA notast við sérstakt samskiptakerfi til að hafa samband við nýja heimildarmenn sína. Það kerfi átti að vera ótengt aðalsamskiptakerfinu ef umræddir nýir heimildarmenn reynast svikulir. Þannig að ef einn nýr heimildarmaður færi með kerfið til yfirvalda Kína væri hvorki hægt að rekja það til CIA né til njósnaranna og annarra heimildarmanna þeirra.Galli í kerfinu Hins vegar var galli í kerfinu, samkvæmt heimildum FP, sem gerði Kínverjum kleift að gera bæði. Það er að rekja kerfið til CIA og komast að því hverjir væru að nota það. Þó liggur ekki fyrir hvernig Kínverjar komu höndum yfir kerfið og koma nokkrar leiðir til greina. Nokkrir heimildarmanna CIA sem voru teknir af lífi notuðust þó ekki við umrætt samskiptakerfi. Það bendir til þess að Kínverjar hafi borið kennsl á heimildarmenn og í gegnum þá njósnara Bandaríkjanna. Með því að elta þá og rannsaka nánar gátu þeir borið kennsl á fleiri njósnara og heimildarmenn. CIA grunar að Kínverjar hafi deilt upplýsingum sínum um samskiptakerfið með Rússum. Á svipuðum tíma og Kínverjar sópuðu upp útsendurum Bandaríkjanna þögnuðu margir heimildarmenn Bandaríkjanna í Rússlandi einnig.Skoða fortíðina í nýju ljósi Foreign Policy segir áfallið hafa vakið upp spurningar innan CIA um gildi eldri samskiptaaðferða við heimildarmenn og útsendara. Þrátt fyrir mikla dulkóðun sé ávalt hægt að brjóta sér leið inn í kerfi sem byggi á internetinu, með sífellt breyttri tækni. Njósnarar Bandaríkjanna í Kína munu hafa lagt tæknina til hliðar við störf sín, sem er þó ekki án áhættu og tekur mun meiri tíma.This didn't make it into the piece, but here's how the Chinese treated people working with the CIA: According to one source, one asset working at a state tech institutes, and his pregnant wife, were executed live on closed circuit TV in front of the staff. https://t.co/pIhpvOmSFr— Zach Dorfman (@zachsdorfman) August 15, 2018 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Eitt versta áfall Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hefur verið rakið, að hluta til, til klúðurs með samskiptabúnað stofnunarinnar. Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið mörg ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína.Samkvæmt heimildum Foreign Policy hafa rannsakendur CIA og FBI komist að þeirri niðurstöðu að Kínverjar hafi getað fylgst með samskiptum útsendara CIA við heimildarmenn í Kína. Það hafi spilað stóra rullu í lömun njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. Einnig er talið að starfsmaður CIA hafi veitt yfirvöldum Kína upplýsingar.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIAHeimildarmenn FP segja að á áðurnefndu tveggja ára tímabili hafi um 30 heimildarmenn CIA verið teknir af lífi í Kína og mögulega hafi þeir verið fleiri. Þrátt fyrir hraða öryggisstofnanna í Kína tókst CIA þó að koma einhverjum heimildarmönnum sínum úr landi.Þrír möguleikar komu til greina Sérstök rannsóknarnefnd var stofnuð til að komast að því hvað hefði komið fyrir og innihélt hún starfsmenn CIA og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Nefndin sagði þrjár möguleika kæmu til greina. Njósnari útvegaði yfirvöldum Kína nöfn heimildarmannanna. Mistök hefðu verið gerð af útsendurum CIA í Kína og að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA. Niðurstaða nefndarinnar var að samspil allra þriggja þátta hefði verið um að ræða. Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður CIA, var handtekinn árið 2017 eftir áralanga rannsókn FBI. Hann hefur verið ákærður fyrir að veita njósnurum Kína upplýsingar um starfsemi CIA þar í landi. Svik Lee ein og sér útskýra þó ekki hvað kom fyrir í Kína. Hann bjó ekki yfir upplýsingum um nöfn heimildarmanna CIA.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í KínaNjósnarar CIA notast við sérstakt samskiptakerfi til að hafa samband við nýja heimildarmenn sína. Það kerfi átti að vera ótengt aðalsamskiptakerfinu ef umræddir nýir heimildarmenn reynast svikulir. Þannig að ef einn nýr heimildarmaður færi með kerfið til yfirvalda Kína væri hvorki hægt að rekja það til CIA né til njósnaranna og annarra heimildarmanna þeirra.Galli í kerfinu Hins vegar var galli í kerfinu, samkvæmt heimildum FP, sem gerði Kínverjum kleift að gera bæði. Það er að rekja kerfið til CIA og komast að því hverjir væru að nota það. Þó liggur ekki fyrir hvernig Kínverjar komu höndum yfir kerfið og koma nokkrar leiðir til greina. Nokkrir heimildarmanna CIA sem voru teknir af lífi notuðust þó ekki við umrætt samskiptakerfi. Það bendir til þess að Kínverjar hafi borið kennsl á heimildarmenn og í gegnum þá njósnara Bandaríkjanna. Með því að elta þá og rannsaka nánar gátu þeir borið kennsl á fleiri njósnara og heimildarmenn. CIA grunar að Kínverjar hafi deilt upplýsingum sínum um samskiptakerfið með Rússum. Á svipuðum tíma og Kínverjar sópuðu upp útsendurum Bandaríkjanna þögnuðu margir heimildarmenn Bandaríkjanna í Rússlandi einnig.Skoða fortíðina í nýju ljósi Foreign Policy segir áfallið hafa vakið upp spurningar innan CIA um gildi eldri samskiptaaðferða við heimildarmenn og útsendara. Þrátt fyrir mikla dulkóðun sé ávalt hægt að brjóta sér leið inn í kerfi sem byggi á internetinu, með sífellt breyttri tækni. Njósnarar Bandaríkjanna í Kína munu hafa lagt tæknina til hliðar við störf sín, sem er þó ekki án áhættu og tekur mun meiri tíma.This didn't make it into the piece, but here's how the Chinese treated people working with the CIA: According to one source, one asset working at a state tech institutes, and his pregnant wife, were executed live on closed circuit TV in front of the staff. https://t.co/pIhpvOmSFr— Zach Dorfman (@zachsdorfman) August 15, 2018
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira