Áfall CIA í Kína rakið til galla í samskiptakerfi Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2018 12:00 Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið mörg ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína. Vísir/Getty Eitt versta áfall Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hefur verið rakið, að hluta til, til klúðurs með samskiptabúnað stofnunarinnar. Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið mörg ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína.Samkvæmt heimildum Foreign Policy hafa rannsakendur CIA og FBI komist að þeirri niðurstöðu að Kínverjar hafi getað fylgst með samskiptum útsendara CIA við heimildarmenn í Kína. Það hafi spilað stóra rullu í lömun njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. Einnig er talið að starfsmaður CIA hafi veitt yfirvöldum Kína upplýsingar.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIAHeimildarmenn FP segja að á áðurnefndu tveggja ára tímabili hafi um 30 heimildarmenn CIA verið teknir af lífi í Kína og mögulega hafi þeir verið fleiri. Þrátt fyrir hraða öryggisstofnanna í Kína tókst CIA þó að koma einhverjum heimildarmönnum sínum úr landi.Þrír möguleikar komu til greina Sérstök rannsóknarnefnd var stofnuð til að komast að því hvað hefði komið fyrir og innihélt hún starfsmenn CIA og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Nefndin sagði þrjár möguleika kæmu til greina. Njósnari útvegaði yfirvöldum Kína nöfn heimildarmannanna. Mistök hefðu verið gerð af útsendurum CIA í Kína og að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA. Niðurstaða nefndarinnar var að samspil allra þriggja þátta hefði verið um að ræða. Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður CIA, var handtekinn árið 2017 eftir áralanga rannsókn FBI. Hann hefur verið ákærður fyrir að veita njósnurum Kína upplýsingar um starfsemi CIA þar í landi. Svik Lee ein og sér útskýra þó ekki hvað kom fyrir í Kína. Hann bjó ekki yfir upplýsingum um nöfn heimildarmanna CIA.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í KínaNjósnarar CIA notast við sérstakt samskiptakerfi til að hafa samband við nýja heimildarmenn sína. Það kerfi átti að vera ótengt aðalsamskiptakerfinu ef umræddir nýir heimildarmenn reynast svikulir. Þannig að ef einn nýr heimildarmaður færi með kerfið til yfirvalda Kína væri hvorki hægt að rekja það til CIA né til njósnaranna og annarra heimildarmanna þeirra.Galli í kerfinu Hins vegar var galli í kerfinu, samkvæmt heimildum FP, sem gerði Kínverjum kleift að gera bæði. Það er að rekja kerfið til CIA og komast að því hverjir væru að nota það. Þó liggur ekki fyrir hvernig Kínverjar komu höndum yfir kerfið og koma nokkrar leiðir til greina. Nokkrir heimildarmanna CIA sem voru teknir af lífi notuðust þó ekki við umrætt samskiptakerfi. Það bendir til þess að Kínverjar hafi borið kennsl á heimildarmenn og í gegnum þá njósnara Bandaríkjanna. Með því að elta þá og rannsaka nánar gátu þeir borið kennsl á fleiri njósnara og heimildarmenn. CIA grunar að Kínverjar hafi deilt upplýsingum sínum um samskiptakerfið með Rússum. Á svipuðum tíma og Kínverjar sópuðu upp útsendurum Bandaríkjanna þögnuðu margir heimildarmenn Bandaríkjanna í Rússlandi einnig.Skoða fortíðina í nýju ljósi Foreign Policy segir áfallið hafa vakið upp spurningar innan CIA um gildi eldri samskiptaaðferða við heimildarmenn og útsendara. Þrátt fyrir mikla dulkóðun sé ávalt hægt að brjóta sér leið inn í kerfi sem byggi á internetinu, með sífellt breyttri tækni. Njósnarar Bandaríkjanna í Kína munu hafa lagt tæknina til hliðar við störf sín, sem er þó ekki án áhættu og tekur mun meiri tíma.This didn't make it into the piece, but here's how the Chinese treated people working with the CIA: According to one source, one asset working at a state tech institutes, and his pregnant wife, were executed live on closed circuit TV in front of the staff. https://t.co/pIhpvOmSFr— Zach Dorfman (@zachsdorfman) August 15, 2018 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Eitt versta áfall Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hefur verið rakið, að hluta til, til klúðurs með samskiptabúnað stofnunarinnar. Á árunum 2010 til 2012 drápu yfirvöld Kína fjölda heimildarmanna CIA í landinu. Með kerfisbundnum hætti þurrkuðu Kínverjar út njósnahring sem hafði tekið mörg ár að byggja upp og drógu verulega úr njósnum Bandaríkjanna í Kína.Samkvæmt heimildum Foreign Policy hafa rannsakendur CIA og FBI komist að þeirri niðurstöðu að Kínverjar hafi getað fylgst með samskiptum útsendara CIA við heimildarmenn í Kína. Það hafi spilað stóra rullu í lömun njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína. Einnig er talið að starfsmaður CIA hafi veitt yfirvöldum Kína upplýsingar.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIAHeimildarmenn FP segja að á áðurnefndu tveggja ára tímabili hafi um 30 heimildarmenn CIA verið teknir af lífi í Kína og mögulega hafi þeir verið fleiri. Þrátt fyrir hraða öryggisstofnanna í Kína tókst CIA þó að koma einhverjum heimildarmönnum sínum úr landi.Þrír möguleikar komu til greina Sérstök rannsóknarnefnd var stofnuð til að komast að því hvað hefði komið fyrir og innihélt hún starfsmenn CIA og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Nefndin sagði þrjár möguleika kæmu til greina. Njósnari útvegaði yfirvöldum Kína nöfn heimildarmannanna. Mistök hefðu verið gerð af útsendurum CIA í Kína og að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA. Niðurstaða nefndarinnar var að samspil allra þriggja þátta hefði verið um að ræða. Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður CIA, var handtekinn árið 2017 eftir áralanga rannsókn FBI. Hann hefur verið ákærður fyrir að veita njósnurum Kína upplýsingar um starfsemi CIA þar í landi. Svik Lee ein og sér útskýra þó ekki hvað kom fyrir í Kína. Hann bjó ekki yfir upplýsingum um nöfn heimildarmanna CIA.Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í KínaNjósnarar CIA notast við sérstakt samskiptakerfi til að hafa samband við nýja heimildarmenn sína. Það kerfi átti að vera ótengt aðalsamskiptakerfinu ef umræddir nýir heimildarmenn reynast svikulir. Þannig að ef einn nýr heimildarmaður færi með kerfið til yfirvalda Kína væri hvorki hægt að rekja það til CIA né til njósnaranna og annarra heimildarmanna þeirra.Galli í kerfinu Hins vegar var galli í kerfinu, samkvæmt heimildum FP, sem gerði Kínverjum kleift að gera bæði. Það er að rekja kerfið til CIA og komast að því hverjir væru að nota það. Þó liggur ekki fyrir hvernig Kínverjar komu höndum yfir kerfið og koma nokkrar leiðir til greina. Nokkrir heimildarmanna CIA sem voru teknir af lífi notuðust þó ekki við umrætt samskiptakerfi. Það bendir til þess að Kínverjar hafi borið kennsl á heimildarmenn og í gegnum þá njósnara Bandaríkjanna. Með því að elta þá og rannsaka nánar gátu þeir borið kennsl á fleiri njósnara og heimildarmenn. CIA grunar að Kínverjar hafi deilt upplýsingum sínum um samskiptakerfið með Rússum. Á svipuðum tíma og Kínverjar sópuðu upp útsendurum Bandaríkjanna þögnuðu margir heimildarmenn Bandaríkjanna í Rússlandi einnig.Skoða fortíðina í nýju ljósi Foreign Policy segir áfallið hafa vakið upp spurningar innan CIA um gildi eldri samskiptaaðferða við heimildarmenn og útsendara. Þrátt fyrir mikla dulkóðun sé ávalt hægt að brjóta sér leið inn í kerfi sem byggi á internetinu, með sífellt breyttri tækni. Njósnarar Bandaríkjanna í Kína munu hafa lagt tæknina til hliðar við störf sín, sem er þó ekki án áhættu og tekur mun meiri tíma.This didn't make it into the piece, but here's how the Chinese treated people working with the CIA: According to one source, one asset working at a state tech institutes, and his pregnant wife, were executed live on closed circuit TV in front of the staff. https://t.co/pIhpvOmSFr— Zach Dorfman (@zachsdorfman) August 15, 2018
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira