Íslenski boltinn

ÍBV fær liðsstyrk

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frá undirskriftinni í gær.
Frá undirskriftinni í gær. Vísir/ÍBV

Pepsi Max deildarlið ÍBV hefur fengið til sín fimm nýja leikmenn fyrir komandi tímabil. Þetta var staðfest í gærkvöld.

Danielle Tolmais er gengin til liðs við félagið en hún lék síðast í Frakklandi. Hún er að upplagi sóknarmaður en getur einnig spilað á báðum köntunum eða framarlega á miðjunni.Hanna Kallmaier kemur til Vestmannaeyja frá Þýskalandi en hún spilar að upplagi sem varnarsinnaður miðjumaðru en getur einnig leyst flest stöður í öftustu línu.Þá koma þrjár landsliðskonur frá Lettlandi sem voru til að mynda allar í byrjunarliði Lettlands sem tapaði 6-0 gegn Íslandi síðasta haust.Þær eru Olga Sevcova, Eliza Spruntule og Karlina Miksone. Olga leikur aðallega sem sóknarmaður, Eliza sem varnarmaður og Karlina sem miðjumaður.Einnig skrifaði Birgitta Sól Vilbergsdóttir undir nýjan samning við ÍBV en þó sé hún ung að árum mun hún hefja sitt þriðja ár í meistaraflokki næsta sumar.ÍBV endaði í 8. sæti Pepsi Max deildarinnar á síðustu leiktíð.Fréttatilkynning ÍBV

Á síðustu dögum hefur kvennalið ÍBV skrifað undir samninga við nokkra leikmenn í undirbúningi sínum fyrir komandi átök í Lengjubikar, Mjólkurbikar og Pepsi-Max deildinni, en ÍBV ætlar sér stóra hluti undistjórn Andra Ólafssonar og Birkis Hlynssonar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.