Erlent

Ósætti um helförina endaði með slagsmálum

Sylvía Hall skrifar
Frá miðbæ Þórshafnar.
Frá miðbæ Þórshafnar. Vísir/Getty

Lögreglan í Þórshöfn í Færeyjum var kölluð til vegna slagsmála á tónleikastað í miðbænum. Ástæða slagsmálanna var ósætti um helförina og gyðingaandúð.

Atvikið átti sér stað á þriðja tímanum í nótt eftir því er fram kemur á vef Portalsins í Færeyjum. Þar hafði par verið að ræða við unglinga um helförina en um þessar mundir eru 75 ár frá því að frelsunin frá Auschwitz átti sér stað.

Samræðurnar enduðu með því að maðurinn var tekinn niður í jörðina þar sem unglingarnir slógu hann og spörkuðu í hann. Þegar konan reyndi að skerast í leikinn var hún einnig slegin.

Lögreglan leitar nú vitna að atvikinu en ekki er vitað hversu margir unglingarnir voru, þar sem þeir voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Parið verður yfirheyrt í dag en það slapp án alvarlegra meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×