Enski boltinn

„Því meira sem ég horfi á þá, því minna skil ég fót­bolta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Reiður Bruce.
Reiður Bruce. vísir/getty

Mikið hefur verið rætt og ritað um Newcastle á leiktíðinni en liðið er í 12. sæti deildarinnar með 31 stig.

Craig Hope, blaðamaður Daily Mail, sér um að fjalla um lið Newcastle og hann var í þættinum Sunday Supplement á Sky Sports í gærkvöldi þar sem hann ræddi um félagið.

„Því meira sem ég horfi á þá því minna skil ég fótbolta. Það er ekkert klárt einkenni á því sem þeir vilja ná en einhvernveginn eru þeir þægilegir í tíunda sætinu,“ sagði Hope.

„Þetta hljómar skringilega en þetta hefur verið fall tímabil í öllum tölfræðiþáttur. Í tölfræðinni með boltann, skotum á sig, skot á markið, mörk skoruð, mörk fengin á sig. Í öllum þessum þáttum eru þeir í þremur neðstu sætunum en þeir hafa einhvernveginn náð að vinna leiki og það er Steve að þakka.“







„Þeir hafa fundið leiðir til þess að vinna leiki með góðum örlögum og frábærum markverði, Martin Dubravka, sem er maður leiksins í hverri viku og svo bæta þeir þetta upp með vinnuframlagi og öllu því.“

„En þú horfir á þá gegn Norwich og hugsar: Hvað eru þeir að reyna að gera? Hvað er Steve Bruce að senda þá út að gera?“ sagði Hope en Newcastle gerði markalaust jafntefli við Norwich um helgina.

„Þeir áttu að tapa gegn Norwich. Það var ótrúlegt að þetta endaði með jafntefli en svona hafa þeir spilað næstum alla leiki á tímabilinu fyrir utan nokkur sigurmörk í lokin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×