Enski boltinn

Gaf dómara gult spjald | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brewster lyftir gula spjaldið.
Brewster lyftir gula spjaldið. vísir/getty

Rhian Brewster kom mikið við sögu þegar Swansea City gerði 1-1 jafntefli við Preston í ensku B-deildinni á laugardaginn.

Brewster, sem er á láni hjá Swansea frá Liverpool, skoraði í leiknum og gaf dómaranum, Geoff Eltringham, einnig gula spjaldið.

Eltringham missti spjaldið á grasið, Brewster var vel vakandi, tók það upp og brá á leik og gaf dómaranum gult.

Brewster birti myndband af atvikinu á Twitter þar sem hann líkti sér við dómarann litríka, Mike Dean.



Brewster fékk reyndar sjálfur gula spjaldið seinna í leiknum fyrir glannalega tæklingu.

Frægt er þegar Paul Gascoigne gaf dómara gult í leik í skosku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Sá dómari hafði ekki húmor fyrir uppátæki Gazza og gaf honum gult fyrir fíflalætin.

Brewster hefur skorað tvö mörk fyrir Swansea síðan hann kom frá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×