Erlent

Eigin­kona for­sætis­ráð­herrans á­kærð fyrir morð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Forsætisráðherrann Thomas Thabane.
Forsætisráðherrann Thomas Thabane. vísir/getty

Maesaiah Thabane, eiginkona forsætsiráðherra Lesótó, Thomas Thabane, verður ákærð fyrir að myrða fyrrverandi eiginkonu ráðherrans.

Thabane gaf sig fram við lögreglu sem yfirheyrði hana og þá hefur forsætisráðherrann einnig verið yfirheyrður vegna málsins að því er fram kemur í frétt BBC.

Fyrrverandi eiginkona ráðherrans, Lipolelo Thabane, var skotin til bana fyrir utan heimili sitt í höfuðborginni Maseru tveimur dögum áður en forsætisráðherrann var settur inn í embætti árið 2017. Á þeim tíma stóðu hjónin fyrrverandi í afar erfiðum skilnaði.

Upphaflega var talið að óþekktur maður hefði myrt konuna en nýleg dómskjöl hafa vakið upp nýjar spurningar í málinu.

Eiginkona ráðherrans er nú í haldi lögreglu og verður formlega ákærð fyrir morðið á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.