Enski boltinn

Aurier sagði stuðnings­manni að halda kjafti á Insta­gram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aurier brýtur á Aguero.
Aurier brýtur á Aguero. vísir/getty

Serge Aurier, bakvörður Tottenham, er einn litríkasti leikmaðurinn í enska boltanum.

Aurier gekk í raðir Tottenham árið 2017 en þar áður var hann á mála hjá PSG. Hann hefur leikið 45 leiki fyrir Tottenham og skorað tvö mörk.

Hann var í byrjunarliði liðsins um helgina þegar liðið mætti Manchester City í stórleik helgarinnar en Tottenham vann 2-0 sigur með mörkum Steven Bergwijn og Heung-min Son.

City fékk hins vegar vítaspyrnu á 40. mínútu er Aurier braut á Raheem Sterling en þetta er ekki fyrsta vítið sem Fílbeinsstrendingurinn gefur í vetur.

Stuðningsmenn Tottenham virðast ekki vera of sáttir með Aurier og einn skrifaði undir mynd sem bakvörðurinn setti á Instagram að hann ætti að hætta gefa vítaspyrnur.

„Haltu kjafti,“ hljóðaði svar Aurier sem var allt annað en skemmt með þessi ummæli.







Aurier hefur spilað 20 leiki fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið en Tottenham er í 5. sæti deildarinnar með 37 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×