Enski boltinn

1400 stuðnings­menn Leeds mættu á Old Traf­ford í gær | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
1400 stuðningsmenn Leeds á vellinum í gær.
1400 stuðningsmenn Leeds á vellinum í gær. vísir/getty

Manchester United og Leeds mættust í enska bikarnum, skipað leikmönnum átján ára og yngri, í gær en leikurinn fór fram á Old Trafford.

Það voru ekki margir mættir Man. United stuðningsmenn mættir völlinn í gær en stuðningsmenn Leeds eru einstakir. Þeir fylltu endann fyrir stuðningsmenn útiliðsins og mættu 1400 stuðningsmenn Leeds.

Man. United og Leeds er ekki rosalega vel við hvort annað og því vildu stuðningsmennirnir styðja ungu drengina.







Mikill hiti var í leiknum og þurfti dómarinn að lyfta gula spjaldinu sex sinnum. Stuðningurinn skilaði þó ekki sigri fyrir Leeds því Man. United hafði betur, 1-0.

Þetta er fyrsti heimsókn Leeds á Old Trafford frá árinu 2010 en þá mættust liðin í aðalliðs bikarnum. Þá hafði Leeds betur með marki Jermaine Beckford.

Það voru ekki bara 1400 stuðningsmenn Leeds sem voru mættir á leikinn í gær því Ole Gunnar Solskjær var einnig mættur og fylgdist með ungu strákunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×